Sótt yrði að Íslandi úr nokkrum áttum 18. janúar 2011 06:00 Samningi sem fyrir lá sumarið 2009 var mótmælt harðlega. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ef Icesave-deilunni verður ekki lokið með samkomulagi er fyrirsjáanlegt að Bretar og Hollendingar munu mögulega hefja málsókn og halda því meðal annars fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Að auki mun ESA (eftirlitsstofnun EFTA) að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá er líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hefur birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Stefán Már Stefánsson Þetta kemur fram í umsögn fjögurra lögfræðinga, Stefáns Más Stefánssonar prófessors, Benedikts Bogasonar héraðsdómara, Dóru Guðmundsdóttur aðjúnkts og Stefáns Geirs Þórissonar héraðsdómslögmanns um Icesave-frumvarpið sem þingið hefur til meðferðar. Lögfræðingarnir eru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Versta niðurstaðan fyrir Ísland yrði að kröfur Breta og Hollendinga yrðu teknar til greina að öllu leyti. Ólíklegt teljist að dómur um fulla endurgreiðslu gangi, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Benedikt Bogason Sú niðurstaða kynni einnig að fást að kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki teknar til greina og að ríkið þyrfti ekki að borga neitt. Að nokkrum kostum samanteknum segja lögfræðingarnir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu helstir þeir að við það fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dóra Guðmundsdóttir Í niðurlagi umsagnarinnar segir að auk þeirrar áhættu og óhagræðis sem fjallað er um kunni sanngirnismat og siðferðilegar skyldur í samskiptum siðmenntaðra ríkja að ráða einhverju þegar endanleg afstaða er tekin í málinu. bjorn@frettabladid.is Stefán Geir Þórisson Icesave Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Ef Icesave-deilunni verður ekki lokið með samkomulagi er fyrirsjáanlegt að Bretar og Hollendingar munu mögulega hefja málsókn og halda því meðal annars fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Að auki mun ESA (eftirlitsstofnun EFTA) að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá er líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hefur birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Stefán Már Stefánsson Þetta kemur fram í umsögn fjögurra lögfræðinga, Stefáns Más Stefánssonar prófessors, Benedikts Bogasonar héraðsdómara, Dóru Guðmundsdóttur aðjúnkts og Stefáns Geirs Þórissonar héraðsdómslögmanns um Icesave-frumvarpið sem þingið hefur til meðferðar. Lögfræðingarnir eru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Versta niðurstaðan fyrir Ísland yrði að kröfur Breta og Hollendinga yrðu teknar til greina að öllu leyti. Ólíklegt teljist að dómur um fulla endurgreiðslu gangi, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Benedikt Bogason Sú niðurstaða kynni einnig að fást að kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki teknar til greina og að ríkið þyrfti ekki að borga neitt. Að nokkrum kostum samanteknum segja lögfræðingarnir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu helstir þeir að við það fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dóra Guðmundsdóttir Í niðurlagi umsagnarinnar segir að auk þeirrar áhættu og óhagræðis sem fjallað er um kunni sanngirnismat og siðferðilegar skyldur í samskiptum siðmenntaðra ríkja að ráða einhverju þegar endanleg afstaða er tekin í málinu. bjorn@frettabladid.is Stefán Geir Þórisson
Icesave Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira