Sótt yrði að Íslandi úr nokkrum áttum 18. janúar 2011 06:00 Samningi sem fyrir lá sumarið 2009 var mótmælt harðlega. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ef Icesave-deilunni verður ekki lokið með samkomulagi er fyrirsjáanlegt að Bretar og Hollendingar munu mögulega hefja málsókn og halda því meðal annars fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Að auki mun ESA (eftirlitsstofnun EFTA) að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá er líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hefur birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Stefán Már Stefánsson Þetta kemur fram í umsögn fjögurra lögfræðinga, Stefáns Más Stefánssonar prófessors, Benedikts Bogasonar héraðsdómara, Dóru Guðmundsdóttur aðjúnkts og Stefáns Geirs Þórissonar héraðsdómslögmanns um Icesave-frumvarpið sem þingið hefur til meðferðar. Lögfræðingarnir eru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Versta niðurstaðan fyrir Ísland yrði að kröfur Breta og Hollendinga yrðu teknar til greina að öllu leyti. Ólíklegt teljist að dómur um fulla endurgreiðslu gangi, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Benedikt Bogason Sú niðurstaða kynni einnig að fást að kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki teknar til greina og að ríkið þyrfti ekki að borga neitt. Að nokkrum kostum samanteknum segja lögfræðingarnir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu helstir þeir að við það fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dóra Guðmundsdóttir Í niðurlagi umsagnarinnar segir að auk þeirrar áhættu og óhagræðis sem fjallað er um kunni sanngirnismat og siðferðilegar skyldur í samskiptum siðmenntaðra ríkja að ráða einhverju þegar endanleg afstaða er tekin í málinu. bjorn@frettabladid.is Stefán Geir Þórisson Icesave Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Ef Icesave-deilunni verður ekki lokið með samkomulagi er fyrirsjáanlegt að Bretar og Hollendingar munu mögulega hefja málsókn og halda því meðal annars fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Að auki mun ESA (eftirlitsstofnun EFTA) að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá er líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hefur birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Stefán Már Stefánsson Þetta kemur fram í umsögn fjögurra lögfræðinga, Stefáns Más Stefánssonar prófessors, Benedikts Bogasonar héraðsdómara, Dóru Guðmundsdóttur aðjúnkts og Stefáns Geirs Þórissonar héraðsdómslögmanns um Icesave-frumvarpið sem þingið hefur til meðferðar. Lögfræðingarnir eru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Versta niðurstaðan fyrir Ísland yrði að kröfur Breta og Hollendinga yrðu teknar til greina að öllu leyti. Ólíklegt teljist að dómur um fulla endurgreiðslu gangi, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Benedikt Bogason Sú niðurstaða kynni einnig að fást að kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki teknar til greina og að ríkið þyrfti ekki að borga neitt. Að nokkrum kostum samanteknum segja lögfræðingarnir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu helstir þeir að við það fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dóra Guðmundsdóttir Í niðurlagi umsagnarinnar segir að auk þeirrar áhættu og óhagræðis sem fjallað er um kunni sanngirnismat og siðferðilegar skyldur í samskiptum siðmenntaðra ríkja að ráða einhverju þegar endanleg afstaða er tekin í málinu. bjorn@frettabladid.is Stefán Geir Þórisson
Icesave Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira