Sótt yrði að Íslandi úr nokkrum áttum 18. janúar 2011 06:00 Samningi sem fyrir lá sumarið 2009 var mótmælt harðlega. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ef Icesave-deilunni verður ekki lokið með samkomulagi er fyrirsjáanlegt að Bretar og Hollendingar munu mögulega hefja málsókn og halda því meðal annars fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Að auki mun ESA (eftirlitsstofnun EFTA) að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá er líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hefur birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Stefán Már Stefánsson Þetta kemur fram í umsögn fjögurra lögfræðinga, Stefáns Más Stefánssonar prófessors, Benedikts Bogasonar héraðsdómara, Dóru Guðmundsdóttur aðjúnkts og Stefáns Geirs Þórissonar héraðsdómslögmanns um Icesave-frumvarpið sem þingið hefur til meðferðar. Lögfræðingarnir eru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Versta niðurstaðan fyrir Ísland yrði að kröfur Breta og Hollendinga yrðu teknar til greina að öllu leyti. Ólíklegt teljist að dómur um fulla endurgreiðslu gangi, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Benedikt Bogason Sú niðurstaða kynni einnig að fást að kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki teknar til greina og að ríkið þyrfti ekki að borga neitt. Að nokkrum kostum samanteknum segja lögfræðingarnir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu helstir þeir að við það fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dóra Guðmundsdóttir Í niðurlagi umsagnarinnar segir að auk þeirrar áhættu og óhagræðis sem fjallað er um kunni sanngirnismat og siðferðilegar skyldur í samskiptum siðmenntaðra ríkja að ráða einhverju þegar endanleg afstaða er tekin í málinu. bjorn@frettabladid.is Stefán Geir Þórisson Icesave Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Ef Icesave-deilunni verður ekki lokið með samkomulagi er fyrirsjáanlegt að Bretar og Hollendingar munu mögulega hefja málsókn og halda því meðal annars fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Að auki mun ESA (eftirlitsstofnun EFTA) að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá er líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hefur birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Stefán Már Stefánsson Þetta kemur fram í umsögn fjögurra lögfræðinga, Stefáns Más Stefánssonar prófessors, Benedikts Bogasonar héraðsdómara, Dóru Guðmundsdóttur aðjúnkts og Stefáns Geirs Þórissonar héraðsdómslögmanns um Icesave-frumvarpið sem þingið hefur til meðferðar. Lögfræðingarnir eru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Versta niðurstaðan fyrir Ísland yrði að kröfur Breta og Hollendinga yrðu teknar til greina að öllu leyti. Ólíklegt teljist að dómur um fulla endurgreiðslu gangi, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Benedikt Bogason Sú niðurstaða kynni einnig að fást að kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki teknar til greina og að ríkið þyrfti ekki að borga neitt. Að nokkrum kostum samanteknum segja lögfræðingarnir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu helstir þeir að við það fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dóra Guðmundsdóttir Í niðurlagi umsagnarinnar segir að auk þeirrar áhættu og óhagræðis sem fjallað er um kunni sanngirnismat og siðferðilegar skyldur í samskiptum siðmenntaðra ríkja að ráða einhverju þegar endanleg afstaða er tekin í málinu. bjorn@frettabladid.is Stefán Geir Þórisson
Icesave Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira