Yfirgefur Dalvík af illri nauðsyn og flytur suður 26. ágúst 2011 07:00 með strákunum Matti með strákunum sínum tveimur sem hafa æft með Víkingi í sumar. Feðgarnir eru að flytja til Reykjavíkur eftir fjögurra ára dvöl á Dalvík.fréttablaðið/anton „Við erum af illri nauðsyn að flytja í bæinn," segir tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson. Hann hefur búið á Dalvík undanfarin fjögur ár með fjölskyldu sinni en núna verður breyting þar á. „Það er bara brjálað að gera. Ég er nánast ekkert búinn að koma til Dalvíkur síðan í janúar. Þetta var orðin hálfgerð fjarbúð og ekki nógu mikill tími með börnunum og annað. Við ákváðum að taka þetta skref núna. Maður verður að elta vinnuna þangað sem hún er," segir Matti. Hann leikur í söngleiknum Hárið sem verður sýndur í Hörpunni í september auk þess sem hann hefur nóg að gera í smærri söngverkefnum, þar á meðal brúðkaupum og jarðarförum. Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar einnig að vera meira áberandi á næstunni. „Það var orðið svo dýrt að fara á milli. Ég gafst upp eftir einn mánuð þegar ég borgaði yfir tvö hundruð þúsund í flugfargjöld. Þá var þetta hætt að vera spurning." Matti og fjölskylda eru þessa dagana að leita sér að húsi í Fossvogi eða í Gerðunum, auk þess sem húsið þeirra á Dalvík er til sölu. Hann segir tímann á Dalvík hafa verið hreint út sagt dásamlegan. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tíma með börnunum mínum á Dalvík, að byggja þau upp og gera þau að sterkum einstaklingum," segir hann og á við tvo syni sína sem eru í 1. og 4. bekk. Verður ekkert erfitt að rífa þá upp þaðan? „Það sem hjálpar til er að allt okkar bakland er nánast í Reykjavík og á því svæði: ömmur og afar, frænkur og frændur og systkini okkar hjóna. Við fengum að vera með þá í Fossvogsskóla í vetur. Þeir hafa fengið að spila fótbolta með Víkingi í sumar og labba beint í félagahópana þaðan. Það mýkir aðeins höggið en auðvitað er þetta alltaf erfitt. En þeir höndla þetta mjög vel, enda megastrákar." Matti var í bæjarstjórn á Dalvík og menningarráði og finnst leiðinlegt að þurfa að kúpla sig út úr því. „Á meðan laun sveitarstjórnarmanna eru ekki hærri en þau eru er þetta ekki nógu mikið til þess að halda manni."freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Við erum af illri nauðsyn að flytja í bæinn," segir tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson. Hann hefur búið á Dalvík undanfarin fjögur ár með fjölskyldu sinni en núna verður breyting þar á. „Það er bara brjálað að gera. Ég er nánast ekkert búinn að koma til Dalvíkur síðan í janúar. Þetta var orðin hálfgerð fjarbúð og ekki nógu mikill tími með börnunum og annað. Við ákváðum að taka þetta skref núna. Maður verður að elta vinnuna þangað sem hún er," segir Matti. Hann leikur í söngleiknum Hárið sem verður sýndur í Hörpunni í september auk þess sem hann hefur nóg að gera í smærri söngverkefnum, þar á meðal brúðkaupum og jarðarförum. Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar einnig að vera meira áberandi á næstunni. „Það var orðið svo dýrt að fara á milli. Ég gafst upp eftir einn mánuð þegar ég borgaði yfir tvö hundruð þúsund í flugfargjöld. Þá var þetta hætt að vera spurning." Matti og fjölskylda eru þessa dagana að leita sér að húsi í Fossvogi eða í Gerðunum, auk þess sem húsið þeirra á Dalvík er til sölu. Hann segir tímann á Dalvík hafa verið hreint út sagt dásamlegan. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tíma með börnunum mínum á Dalvík, að byggja þau upp og gera þau að sterkum einstaklingum," segir hann og á við tvo syni sína sem eru í 1. og 4. bekk. Verður ekkert erfitt að rífa þá upp þaðan? „Það sem hjálpar til er að allt okkar bakland er nánast í Reykjavík og á því svæði: ömmur og afar, frænkur og frændur og systkini okkar hjóna. Við fengum að vera með þá í Fossvogsskóla í vetur. Þeir hafa fengið að spila fótbolta með Víkingi í sumar og labba beint í félagahópana þaðan. Það mýkir aðeins höggið en auðvitað er þetta alltaf erfitt. En þeir höndla þetta mjög vel, enda megastrákar." Matti var í bæjarstjórn á Dalvík og menningarráði og finnst leiðinlegt að þurfa að kúpla sig út úr því. „Á meðan laun sveitarstjórnarmanna eru ekki hærri en þau eru er þetta ekki nógu mikið til þess að halda manni."freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira