Umfjöllun: Framarar á flugi í Laugardalnum - Lennon með þrennu Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 22. ágúst 2011 14:39 Steven Lennon. Mynd/Stefán Steve Lennon var hetja Framarar þegar hann skoraði þrennu í fyrsta heimsigri liðsins í sumar. Fórnarlömbin voru Valsarar sem sáu aldrei til sólar í Laugardalnum. Lokatölur 3-1 og Framarar ekki af baki dottnir í fallbaráttunni en þeir eru ósigraðir í þremur leikjum. Það var ljóst strax frá upphafi í hvað stefndi. Framarar voru mun ákveðnari, létu vaða á markið hvaðanæva að vellinum og uppskáru mark snemma leiks. Þá sendi Sam Tillen frábæran bolta frá vinstri á kollinn á Lennon sem skallaði í fjærhornið framhjá Haraldi. Fallegt mark en miðverðir Valsmanna víðsfjarri. Framarar voru mun grimmari í hálfleiknum og hefðu getað bætt við mörkum. Sam Hewson skaut meðal annars í slá og Valsmenn virkuðu áhuga- og andlausir. Í síðari hálfleik byrjuðu Valsmenn ögn betur en það fjaraði fljótlega undan því. Þeir gerðu slæm mistök 53. mínútu þegar Atli Sveinn sendi hættulegan bolta tilbaka á Harald markvörð. Haraldur spyrnti fram á völlinn en beint í lappir á Sam Hewson sem brunaði af stað. Almarr kom í utan á hlaup, sendi á Kristin sem framlengdi á Lennon. Skotinn þakkaði fyrir sig og kom heimamönnum í 2-0. Framar gerðu út um leikinn um miðjan hálfleikinn. Þá átti Kristinn Ingi frábæran sprett upp hægri kantinn þar sem hann lék á Pól Justinussen. Fyrirgjöf Kristins var slök, fyrir aftan Steve Lennon sem náði þó skoti með hælnum. Boltinn breytti um stefnu af varnarmanni Vals sem gerði Haraldi erfitt um vik. Staðan 3-0 og leikurinn unninn. Guðjón Pétur Lýðsson minnkaði muninn með snyrtilegu marki skömmu fyrir leikslok en úrslitin voru ráðin. Undir lokin fór rauða spjaldið á loft með mínútu millibili. Fyrst fékk Jónas Tór Næs sitt annað gula spjald fyrir brot á Almari. Framarar tóku aukaspyrnuna, sendu á Almarr sem féll við eftir samskipti við Arnar Svein Geirsson. Undirritaður sá ekki nógu vel hvað gerðist en Guðmundur Ársæll lyfti rauða spjaldinu. Líklegt að hann hafi metið sem svo að um olnbogaskot hafi verið að ræða. Framarar fögnuðu sigrinum vel í leikslok. Þeirra annar sigur í sumar og sá fyrsti á heimavelli. Liðið hefur fengið fimm stig úr seinustu þremur leikjum og ef það er eitthvað lið á Íslandi sem kann að bjarga sér frá falli þá er að Fram. Slæmur leikur hjá Völsurum breyttist í martröð í lokin með rauðu spjöldunum. Liðið hefði haldið sér í bullandi toppbaráttu með sigri en eru nú þremur stigum á eftir FH í fjórða sæti.Tölfræðin úr leiknum Skot (á mark): 11-10 (8-4) Varin skot: Ögmundur 3 – Haraldur 5 Horn: 1-6 Aukaspyrnur fengnar: 16-8 Rangstöður: 0-2 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 4 Hér fyrir neðan má síðan sjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Steve Lennon var hetja Framarar þegar hann skoraði þrennu í fyrsta heimsigri liðsins í sumar. Fórnarlömbin voru Valsarar sem sáu aldrei til sólar í Laugardalnum. Lokatölur 3-1 og Framarar ekki af baki dottnir í fallbaráttunni en þeir eru ósigraðir í þremur leikjum. Það var ljóst strax frá upphafi í hvað stefndi. Framarar voru mun ákveðnari, létu vaða á markið hvaðanæva að vellinum og uppskáru mark snemma leiks. Þá sendi Sam Tillen frábæran bolta frá vinstri á kollinn á Lennon sem skallaði í fjærhornið framhjá Haraldi. Fallegt mark en miðverðir Valsmanna víðsfjarri. Framarar voru mun grimmari í hálfleiknum og hefðu getað bætt við mörkum. Sam Hewson skaut meðal annars í slá og Valsmenn virkuðu áhuga- og andlausir. Í síðari hálfleik byrjuðu Valsmenn ögn betur en það fjaraði fljótlega undan því. Þeir gerðu slæm mistök 53. mínútu þegar Atli Sveinn sendi hættulegan bolta tilbaka á Harald markvörð. Haraldur spyrnti fram á völlinn en beint í lappir á Sam Hewson sem brunaði af stað. Almarr kom í utan á hlaup, sendi á Kristin sem framlengdi á Lennon. Skotinn þakkaði fyrir sig og kom heimamönnum í 2-0. Framar gerðu út um leikinn um miðjan hálfleikinn. Þá átti Kristinn Ingi frábæran sprett upp hægri kantinn þar sem hann lék á Pól Justinussen. Fyrirgjöf Kristins var slök, fyrir aftan Steve Lennon sem náði þó skoti með hælnum. Boltinn breytti um stefnu af varnarmanni Vals sem gerði Haraldi erfitt um vik. Staðan 3-0 og leikurinn unninn. Guðjón Pétur Lýðsson minnkaði muninn með snyrtilegu marki skömmu fyrir leikslok en úrslitin voru ráðin. Undir lokin fór rauða spjaldið á loft með mínútu millibili. Fyrst fékk Jónas Tór Næs sitt annað gula spjald fyrir brot á Almari. Framarar tóku aukaspyrnuna, sendu á Almarr sem féll við eftir samskipti við Arnar Svein Geirsson. Undirritaður sá ekki nógu vel hvað gerðist en Guðmundur Ársæll lyfti rauða spjaldinu. Líklegt að hann hafi metið sem svo að um olnbogaskot hafi verið að ræða. Framarar fögnuðu sigrinum vel í leikslok. Þeirra annar sigur í sumar og sá fyrsti á heimavelli. Liðið hefur fengið fimm stig úr seinustu þremur leikjum og ef það er eitthvað lið á Íslandi sem kann að bjarga sér frá falli þá er að Fram. Slæmur leikur hjá Völsurum breyttist í martröð í lokin með rauðu spjöldunum. Liðið hefði haldið sér í bullandi toppbaráttu með sigri en eru nú þremur stigum á eftir FH í fjórða sæti.Tölfræðin úr leiknum Skot (á mark): 11-10 (8-4) Varin skot: Ögmundur 3 – Haraldur 5 Horn: 1-6 Aukaspyrnur fengnar: 16-8 Rangstöður: 0-2 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 4 Hér fyrir neðan má síðan sjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira