Umfjöllun: Loksins sigur hjá Íslandsmeisturunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli skrifar 22. ágúst 2011 14:36 Kári Ársælsson. Mynd/Pjetur Breiðablik vann 2-1 sigur á lánlausu liði Fylkis í Árbænum í kvöld. Var þetta fyrsti sigur Blika síðan 9. júlí í Pepsi-deild karla. Ásgeir Örn Arnþórsson kom Fylki yfir strax á fyrstu mínútu og stóðu leikar þannig í hálfleik. Árni Vilhjálmsson og fyrirliðinn Kári Ársælsson skoruðu svo mörk Blika í síðari hálfleik. Leikurinn var alls ekki sá besti í sumar og bar keim af því að þarna mættust lið sem hafa valdið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum á tímabilinu. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, neyddist til að gera margar breytingar á sínu liði - og þá fyrst og fremst vegna leikbanna og meiðsla. Í byrjunarliðinu var til að mynda hinn sextán ára gamli Hjörtur Hermannsson sem fékk það mikilvæga hlutverk að spila á miðjunni. Nafni Ólafs og kollegi, Ólafur Kristjánsson, gerði tvær athyglisverðar breytingar á sínu liði. Fastamennirnir Ingvar Þór Kale og Kristinn Jónsson voru á bekknum og í þeirra stað voru þeir Sigmar Ingi Sigurðarson og Tómas Óli Garðarsson í byrjunarliðinu. Það var ekki komin ein mínúta á vallarklukkuna þegar fyrsta markið kom. Bakvörðurinn Tómas Óli reyndi að skalla úr varnarlínu Blika en boltinn fór beint í Fylkismanninn Ásgeir Örn, sem átti þó eftir að gera heilmikið. Hann náði að láta Þórð Steinar snúast í hringi áður en hann skaut föstu skoti í nærhornið, fram hjá Sigmari Inga í markinu. En þrátt fyrir þessa fjörugu byrjun var fyrri hálfleikur ekki upp á marga fiska. Blikar voru meira með boltann lengst af en gekk ekkert að komast að teig Fylkismanna fyrr en á síðasta stundarfjórðungnum. Þá náðu þeir sjaldan að angra Fjalar í marki heimamanna. Fylkismenn voru heldur ekki að spila neitt sérstaklega vel en áttu þess í stað ágætar skyndisóknir. Besta færið fékk Kjartan Ágúst Breiðdal sem skaut fram hjá af stuttu færi. Fylkismenn vildu fá vítaspyrnu í sömu sókn eftir þar sem varnarmaður Blika mun hafa handleikið knöttinn. Í hálfleik kom Rúrik Andri Þorfinsson inn á fyrir Fylki og við það færðist markaskorarinn Ásgeir Örn í bakvarðastöðuna. Rúrik var ekki lengi að koma sér í færi en hann nýtti sér sofandahátt í varnarleik Blika er hann komst einn gegn Sigmari markverði en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Rúrik átti eftir að naga sig enn frekar í handbökin því á 55. mínútu voru Blikar búnir að jafna metin. Líklega var það Árni að verki með skalla en ekki er ólíklegt að Fylkismaður hafi komið við boltann á leiðinni í netið. Fylkismenn hresstust mjög vel mótlætið og áttu sínar bestu rispur eftir jöfnunarmarkið. En það fjaraði undan þeim og Blikar komu sér betur inn í leikinn og sköpuðu sér æ hættulegri færi. Það bar svo árangur þremur mínútum fyrir leikslok þegar að fyrirliðinn Kári Ársælsson skallaði boltann laglega í mark Fylkismanna eftir fyrirgjöf Jökuls Elísabetarsonar. Fylkismenn mega vera ósáttir við að hafa misst forystuna í enn eina skiptið en Blikar eru sjálfsagt fegnir því að hafa loksins innbyrt sinn fyrsta sigur í síðustu sex deildarleikjum liðsins. Hvorugt lið spilaði þó glimrandi góða knattspyrnu í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Breiðablik vann 2-1 sigur á lánlausu liði Fylkis í Árbænum í kvöld. Var þetta fyrsti sigur Blika síðan 9. júlí í Pepsi-deild karla. Ásgeir Örn Arnþórsson kom Fylki yfir strax á fyrstu mínútu og stóðu leikar þannig í hálfleik. Árni Vilhjálmsson og fyrirliðinn Kári Ársælsson skoruðu svo mörk Blika í síðari hálfleik. Leikurinn var alls ekki sá besti í sumar og bar keim af því að þarna mættust lið sem hafa valdið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum á tímabilinu. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, neyddist til að gera margar breytingar á sínu liði - og þá fyrst og fremst vegna leikbanna og meiðsla. Í byrjunarliðinu var til að mynda hinn sextán ára gamli Hjörtur Hermannsson sem fékk það mikilvæga hlutverk að spila á miðjunni. Nafni Ólafs og kollegi, Ólafur Kristjánsson, gerði tvær athyglisverðar breytingar á sínu liði. Fastamennirnir Ingvar Þór Kale og Kristinn Jónsson voru á bekknum og í þeirra stað voru þeir Sigmar Ingi Sigurðarson og Tómas Óli Garðarsson í byrjunarliðinu. Það var ekki komin ein mínúta á vallarklukkuna þegar fyrsta markið kom. Bakvörðurinn Tómas Óli reyndi að skalla úr varnarlínu Blika en boltinn fór beint í Fylkismanninn Ásgeir Örn, sem átti þó eftir að gera heilmikið. Hann náði að láta Þórð Steinar snúast í hringi áður en hann skaut föstu skoti í nærhornið, fram hjá Sigmari Inga í markinu. En þrátt fyrir þessa fjörugu byrjun var fyrri hálfleikur ekki upp á marga fiska. Blikar voru meira með boltann lengst af en gekk ekkert að komast að teig Fylkismanna fyrr en á síðasta stundarfjórðungnum. Þá náðu þeir sjaldan að angra Fjalar í marki heimamanna. Fylkismenn voru heldur ekki að spila neitt sérstaklega vel en áttu þess í stað ágætar skyndisóknir. Besta færið fékk Kjartan Ágúst Breiðdal sem skaut fram hjá af stuttu færi. Fylkismenn vildu fá vítaspyrnu í sömu sókn eftir þar sem varnarmaður Blika mun hafa handleikið knöttinn. Í hálfleik kom Rúrik Andri Þorfinsson inn á fyrir Fylki og við það færðist markaskorarinn Ásgeir Örn í bakvarðastöðuna. Rúrik var ekki lengi að koma sér í færi en hann nýtti sér sofandahátt í varnarleik Blika er hann komst einn gegn Sigmari markverði en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Rúrik átti eftir að naga sig enn frekar í handbökin því á 55. mínútu voru Blikar búnir að jafna metin. Líklega var það Árni að verki með skalla en ekki er ólíklegt að Fylkismaður hafi komið við boltann á leiðinni í netið. Fylkismenn hresstust mjög vel mótlætið og áttu sínar bestu rispur eftir jöfnunarmarkið. En það fjaraði undan þeim og Blikar komu sér betur inn í leikinn og sköpuðu sér æ hættulegri færi. Það bar svo árangur þremur mínútum fyrir leikslok þegar að fyrirliðinn Kári Ársælsson skallaði boltann laglega í mark Fylkismanna eftir fyrirgjöf Jökuls Elísabetarsonar. Fylkismenn mega vera ósáttir við að hafa misst forystuna í enn eina skiptið en Blikar eru sjálfsagt fegnir því að hafa loksins innbyrt sinn fyrsta sigur í síðustu sex deildarleikjum liðsins. Hvorugt lið spilaði þó glimrandi góða knattspyrnu í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti