Djúpur bassi og falleg rödd 17. febrúar 2011 10:00 Það kom mörgum á óvart þegar Esperanza Spalding hreppti Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Hún hefur á ferli sínum gefið út þrjár plötur og sungið fyrir forseta Bandaríkjanna, eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Esperanza Spalding varð á sunnudag fyrsti djasstónlistarmaðurinn til að hljóta Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Þar skaut hún ýmsum ref fyrir rass: ungstirninu Justin Bieber, hip-hop-söngvaranum Drake og hljómsveitunum Florence and the Machine og Mumford and Sons. Margir ráku upp stór augu þegar nafn Spalding var lesið upp, enda lítt þekkt utan djasstónlistargeirans. Sömuleiðis þótti mörgum undarlegt að hinn gríðarvinsæli Bieber skyldi ekki hreppa hnossið og hneyksluðust aðdáendur hans mjög á ákvörðun Grammy-dómnefndarinnar. Spalding er þó enginn nýgræðingur í tónlistarbransanum því hún hefur gefið út þrjár plötur, nú síðast Chamber Music Society sem kom út í fyrra. Hún hefur lengi verið talin afar hæfileikarík og til marks um stöðu hennar söng hún fyrir tveimur árum á Nóbelsverðlaunaathöfninni í Ósló fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem valdi hana sérstaklega til að spila fyrir sig. Hin 27 ára Spalding kemur frá Portland í Oregon-ríki og var mikið undrabarn í tónlistinni. Aðeins fimm ára lærði hún að spila á fiðlu og þegar hún var tvítug hafði hún lokið námi við hinn virta tónlistarskóla Berkley og tók í framhaldinu við kennarastöðu þar. Um svipað leyti tók hún upp sína fyrstu plötu, Junjo, og þremur árum síðar var henni hampað fyrir sitt næsta verk, Esperanza. Þar þótti djúpur bassinn og falleg rödd hennar blandast sérlega vel saman. Tónlistarkokteill Spalding er fjölbreyttur þar sem hún hristir saman saman djassi, R&B, fönki, be-bop og alls kyns fleiri stefnum. Aðalhljóðfærið hennar er kontrabassi, auk þess sem hún notast oft við hefðbundinn bassa. Grammy-verðlaunin á sunnudag komu henni í opna skjöldu. „Ég hugsaði ekki mikið um möguleika mína vegna þess að mér fannst þetta svo langsótt. Þetta veitir mér mikinn innblástur. Þetta er mikill heiður en ég hef þegar nóg fyrir stafni á þessu ári. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg og búa til góða tónlist," sagði hún. Næsta plata Spalding, Radio Music Society, er væntanleg seint á þessu ári. Þar ætlar hún að kynna til sögunnar aðra djasstónlistarmenn og vonast til að útkoman verði aðgengileg hinum almenna tónlistarunnanda. freyr@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar Esperanza Spalding hreppti Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Hún hefur á ferli sínum gefið út þrjár plötur og sungið fyrir forseta Bandaríkjanna, eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Esperanza Spalding varð á sunnudag fyrsti djasstónlistarmaðurinn til að hljóta Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Þar skaut hún ýmsum ref fyrir rass: ungstirninu Justin Bieber, hip-hop-söngvaranum Drake og hljómsveitunum Florence and the Machine og Mumford and Sons. Margir ráku upp stór augu þegar nafn Spalding var lesið upp, enda lítt þekkt utan djasstónlistargeirans. Sömuleiðis þótti mörgum undarlegt að hinn gríðarvinsæli Bieber skyldi ekki hreppa hnossið og hneyksluðust aðdáendur hans mjög á ákvörðun Grammy-dómnefndarinnar. Spalding er þó enginn nýgræðingur í tónlistarbransanum því hún hefur gefið út þrjár plötur, nú síðast Chamber Music Society sem kom út í fyrra. Hún hefur lengi verið talin afar hæfileikarík og til marks um stöðu hennar söng hún fyrir tveimur árum á Nóbelsverðlaunaathöfninni í Ósló fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem valdi hana sérstaklega til að spila fyrir sig. Hin 27 ára Spalding kemur frá Portland í Oregon-ríki og var mikið undrabarn í tónlistinni. Aðeins fimm ára lærði hún að spila á fiðlu og þegar hún var tvítug hafði hún lokið námi við hinn virta tónlistarskóla Berkley og tók í framhaldinu við kennarastöðu þar. Um svipað leyti tók hún upp sína fyrstu plötu, Junjo, og þremur árum síðar var henni hampað fyrir sitt næsta verk, Esperanza. Þar þótti djúpur bassinn og falleg rödd hennar blandast sérlega vel saman. Tónlistarkokteill Spalding er fjölbreyttur þar sem hún hristir saman saman djassi, R&B, fönki, be-bop og alls kyns fleiri stefnum. Aðalhljóðfærið hennar er kontrabassi, auk þess sem hún notast oft við hefðbundinn bassa. Grammy-verðlaunin á sunnudag komu henni í opna skjöldu. „Ég hugsaði ekki mikið um möguleika mína vegna þess að mér fannst þetta svo langsótt. Þetta veitir mér mikinn innblástur. Þetta er mikill heiður en ég hef þegar nóg fyrir stafni á þessu ári. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg og búa til góða tónlist," sagði hún. Næsta plata Spalding, Radio Music Society, er væntanleg seint á þessu ári. Þar ætlar hún að kynna til sögunnar aðra djasstónlistarmenn og vonast til að útkoman verði aðgengileg hinum almenna tónlistarunnanda. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira