Djúpur bassi og falleg rödd 17. febrúar 2011 10:00 Það kom mörgum á óvart þegar Esperanza Spalding hreppti Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Hún hefur á ferli sínum gefið út þrjár plötur og sungið fyrir forseta Bandaríkjanna, eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Esperanza Spalding varð á sunnudag fyrsti djasstónlistarmaðurinn til að hljóta Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Þar skaut hún ýmsum ref fyrir rass: ungstirninu Justin Bieber, hip-hop-söngvaranum Drake og hljómsveitunum Florence and the Machine og Mumford and Sons. Margir ráku upp stór augu þegar nafn Spalding var lesið upp, enda lítt þekkt utan djasstónlistargeirans. Sömuleiðis þótti mörgum undarlegt að hinn gríðarvinsæli Bieber skyldi ekki hreppa hnossið og hneyksluðust aðdáendur hans mjög á ákvörðun Grammy-dómnefndarinnar. Spalding er þó enginn nýgræðingur í tónlistarbransanum því hún hefur gefið út þrjár plötur, nú síðast Chamber Music Society sem kom út í fyrra. Hún hefur lengi verið talin afar hæfileikarík og til marks um stöðu hennar söng hún fyrir tveimur árum á Nóbelsverðlaunaathöfninni í Ósló fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem valdi hana sérstaklega til að spila fyrir sig. Hin 27 ára Spalding kemur frá Portland í Oregon-ríki og var mikið undrabarn í tónlistinni. Aðeins fimm ára lærði hún að spila á fiðlu og þegar hún var tvítug hafði hún lokið námi við hinn virta tónlistarskóla Berkley og tók í framhaldinu við kennarastöðu þar. Um svipað leyti tók hún upp sína fyrstu plötu, Junjo, og þremur árum síðar var henni hampað fyrir sitt næsta verk, Esperanza. Þar þótti djúpur bassinn og falleg rödd hennar blandast sérlega vel saman. Tónlistarkokteill Spalding er fjölbreyttur þar sem hún hristir saman saman djassi, R&B, fönki, be-bop og alls kyns fleiri stefnum. Aðalhljóðfærið hennar er kontrabassi, auk þess sem hún notast oft við hefðbundinn bassa. Grammy-verðlaunin á sunnudag komu henni í opna skjöldu. „Ég hugsaði ekki mikið um möguleika mína vegna þess að mér fannst þetta svo langsótt. Þetta veitir mér mikinn innblástur. Þetta er mikill heiður en ég hef þegar nóg fyrir stafni á þessu ári. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg og búa til góða tónlist," sagði hún. Næsta plata Spalding, Radio Music Society, er væntanleg seint á þessu ári. Þar ætlar hún að kynna til sögunnar aðra djasstónlistarmenn og vonast til að útkoman verði aðgengileg hinum almenna tónlistarunnanda. freyr@frettabladid.is Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar Esperanza Spalding hreppti Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Hún hefur á ferli sínum gefið út þrjár plötur og sungið fyrir forseta Bandaríkjanna, eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Esperanza Spalding varð á sunnudag fyrsti djasstónlistarmaðurinn til að hljóta Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Þar skaut hún ýmsum ref fyrir rass: ungstirninu Justin Bieber, hip-hop-söngvaranum Drake og hljómsveitunum Florence and the Machine og Mumford and Sons. Margir ráku upp stór augu þegar nafn Spalding var lesið upp, enda lítt þekkt utan djasstónlistargeirans. Sömuleiðis þótti mörgum undarlegt að hinn gríðarvinsæli Bieber skyldi ekki hreppa hnossið og hneyksluðust aðdáendur hans mjög á ákvörðun Grammy-dómnefndarinnar. Spalding er þó enginn nýgræðingur í tónlistarbransanum því hún hefur gefið út þrjár plötur, nú síðast Chamber Music Society sem kom út í fyrra. Hún hefur lengi verið talin afar hæfileikarík og til marks um stöðu hennar söng hún fyrir tveimur árum á Nóbelsverðlaunaathöfninni í Ósló fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem valdi hana sérstaklega til að spila fyrir sig. Hin 27 ára Spalding kemur frá Portland í Oregon-ríki og var mikið undrabarn í tónlistinni. Aðeins fimm ára lærði hún að spila á fiðlu og þegar hún var tvítug hafði hún lokið námi við hinn virta tónlistarskóla Berkley og tók í framhaldinu við kennarastöðu þar. Um svipað leyti tók hún upp sína fyrstu plötu, Junjo, og þremur árum síðar var henni hampað fyrir sitt næsta verk, Esperanza. Þar þótti djúpur bassinn og falleg rödd hennar blandast sérlega vel saman. Tónlistarkokteill Spalding er fjölbreyttur þar sem hún hristir saman saman djassi, R&B, fönki, be-bop og alls kyns fleiri stefnum. Aðalhljóðfærið hennar er kontrabassi, auk þess sem hún notast oft við hefðbundinn bassa. Grammy-verðlaunin á sunnudag komu henni í opna skjöldu. „Ég hugsaði ekki mikið um möguleika mína vegna þess að mér fannst þetta svo langsótt. Þetta veitir mér mikinn innblástur. Þetta er mikill heiður en ég hef þegar nóg fyrir stafni á þessu ári. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg og búa til góða tónlist," sagði hún. Næsta plata Spalding, Radio Music Society, er væntanleg seint á þessu ári. Þar ætlar hún að kynna til sögunnar aðra djasstónlistarmenn og vonast til að útkoman verði aðgengileg hinum almenna tónlistarunnanda. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira