Djúpur bassi og falleg rödd 17. febrúar 2011 10:00 Það kom mörgum á óvart þegar Esperanza Spalding hreppti Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Hún hefur á ferli sínum gefið út þrjár plötur og sungið fyrir forseta Bandaríkjanna, eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Esperanza Spalding varð á sunnudag fyrsti djasstónlistarmaðurinn til að hljóta Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Þar skaut hún ýmsum ref fyrir rass: ungstirninu Justin Bieber, hip-hop-söngvaranum Drake og hljómsveitunum Florence and the Machine og Mumford and Sons. Margir ráku upp stór augu þegar nafn Spalding var lesið upp, enda lítt þekkt utan djasstónlistargeirans. Sömuleiðis þótti mörgum undarlegt að hinn gríðarvinsæli Bieber skyldi ekki hreppa hnossið og hneyksluðust aðdáendur hans mjög á ákvörðun Grammy-dómnefndarinnar. Spalding er þó enginn nýgræðingur í tónlistarbransanum því hún hefur gefið út þrjár plötur, nú síðast Chamber Music Society sem kom út í fyrra. Hún hefur lengi verið talin afar hæfileikarík og til marks um stöðu hennar söng hún fyrir tveimur árum á Nóbelsverðlaunaathöfninni í Ósló fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem valdi hana sérstaklega til að spila fyrir sig. Hin 27 ára Spalding kemur frá Portland í Oregon-ríki og var mikið undrabarn í tónlistinni. Aðeins fimm ára lærði hún að spila á fiðlu og þegar hún var tvítug hafði hún lokið námi við hinn virta tónlistarskóla Berkley og tók í framhaldinu við kennarastöðu þar. Um svipað leyti tók hún upp sína fyrstu plötu, Junjo, og þremur árum síðar var henni hampað fyrir sitt næsta verk, Esperanza. Þar þótti djúpur bassinn og falleg rödd hennar blandast sérlega vel saman. Tónlistarkokteill Spalding er fjölbreyttur þar sem hún hristir saman saman djassi, R&B, fönki, be-bop og alls kyns fleiri stefnum. Aðalhljóðfærið hennar er kontrabassi, auk þess sem hún notast oft við hefðbundinn bassa. Grammy-verðlaunin á sunnudag komu henni í opna skjöldu. „Ég hugsaði ekki mikið um möguleika mína vegna þess að mér fannst þetta svo langsótt. Þetta veitir mér mikinn innblástur. Þetta er mikill heiður en ég hef þegar nóg fyrir stafni á þessu ári. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg og búa til góða tónlist," sagði hún. Næsta plata Spalding, Radio Music Society, er væntanleg seint á þessu ári. Þar ætlar hún að kynna til sögunnar aðra djasstónlistarmenn og vonast til að útkoman verði aðgengileg hinum almenna tónlistarunnanda. freyr@frettabladid.is Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar Esperanza Spalding hreppti Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Hún hefur á ferli sínum gefið út þrjár plötur og sungið fyrir forseta Bandaríkjanna, eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Esperanza Spalding varð á sunnudag fyrsti djasstónlistarmaðurinn til að hljóta Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Þar skaut hún ýmsum ref fyrir rass: ungstirninu Justin Bieber, hip-hop-söngvaranum Drake og hljómsveitunum Florence and the Machine og Mumford and Sons. Margir ráku upp stór augu þegar nafn Spalding var lesið upp, enda lítt þekkt utan djasstónlistargeirans. Sömuleiðis þótti mörgum undarlegt að hinn gríðarvinsæli Bieber skyldi ekki hreppa hnossið og hneyksluðust aðdáendur hans mjög á ákvörðun Grammy-dómnefndarinnar. Spalding er þó enginn nýgræðingur í tónlistarbransanum því hún hefur gefið út þrjár plötur, nú síðast Chamber Music Society sem kom út í fyrra. Hún hefur lengi verið talin afar hæfileikarík og til marks um stöðu hennar söng hún fyrir tveimur árum á Nóbelsverðlaunaathöfninni í Ósló fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem valdi hana sérstaklega til að spila fyrir sig. Hin 27 ára Spalding kemur frá Portland í Oregon-ríki og var mikið undrabarn í tónlistinni. Aðeins fimm ára lærði hún að spila á fiðlu og þegar hún var tvítug hafði hún lokið námi við hinn virta tónlistarskóla Berkley og tók í framhaldinu við kennarastöðu þar. Um svipað leyti tók hún upp sína fyrstu plötu, Junjo, og þremur árum síðar var henni hampað fyrir sitt næsta verk, Esperanza. Þar þótti djúpur bassinn og falleg rödd hennar blandast sérlega vel saman. Tónlistarkokteill Spalding er fjölbreyttur þar sem hún hristir saman saman djassi, R&B, fönki, be-bop og alls kyns fleiri stefnum. Aðalhljóðfærið hennar er kontrabassi, auk þess sem hún notast oft við hefðbundinn bassa. Grammy-verðlaunin á sunnudag komu henni í opna skjöldu. „Ég hugsaði ekki mikið um möguleika mína vegna þess að mér fannst þetta svo langsótt. Þetta veitir mér mikinn innblástur. Þetta er mikill heiður en ég hef þegar nóg fyrir stafni á þessu ári. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg og búa til góða tónlist," sagði hún. Næsta plata Spalding, Radio Music Society, er væntanleg seint á þessu ári. Þar ætlar hún að kynna til sögunnar aðra djasstónlistarmenn og vonast til að útkoman verði aðgengileg hinum almenna tónlistarunnanda. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira