Himnesk frammistaða 26. janúar 2011 00:01 Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónleika sína á menningarhátíðinni Sydney Festival sem haldin er í Ástralíu um þessar mundir. Ólöf steig á svið á tónleikastaðnum The Famous Spiegeltent í garðinum Hyde Park og þótti standa sig einkar vel að mati blaðamanna The Sydney Morning Herald og The Daily Telegraph. „Með englarödd sinni og einföldum hljóðfæraleik virtist hún koma úr öðrum heimi. Þegar ég reyndi að smella mynd af henni uppi á sviði urðu til myndir sem höfðu yfir sér himneskan blæ,“ sagði í umsögn síðarnefnda blaðsins. Auk þess að syngja eigin lög, flest á íslensku, söng Ólöf nokkur þekkt lög eftir aðra sem hittu rækilega í mark. Þar má nefna I"m On Fire með Bruce Springsteen og Solitary Man með Neil Diamond. Blaðamaður The Sidney Morning Herald taldi flutning hennar á síðarnefnda laginu þann besta á tónleikunum. „Hún söng lagið eins og hún hefði nýlega uppgötvað það og gæti þar af leiðandi tengst því tilfinningalegum böndum.“ Stutt er síðan Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina Grinderman á tónleikum í Tasmaníu. Þar þótti hún eiga erfitt með að ná til fjöldans, öfugt við tónleikana á Sydney Festival. Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina CocoRosie á tónleikum í hinu fræga óperuhúsi í Sydney í gærkvöldi. Í kvöld heldur hún svo tónleika í borginni Melbourne, sem verða hennar síðustu á tónleikaferðalaginu um Ástralíu. - fb Hér fyrir ofan má sjá Ólöfu flytja lögin Crazy Car og Klara í upptökuveri útvarpsstöðvarinnar ABC Radio National í Sydney fyrir rúmri viku. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónleika sína á menningarhátíðinni Sydney Festival sem haldin er í Ástralíu um þessar mundir. Ólöf steig á svið á tónleikastaðnum The Famous Spiegeltent í garðinum Hyde Park og þótti standa sig einkar vel að mati blaðamanna The Sydney Morning Herald og The Daily Telegraph. „Með englarödd sinni og einföldum hljóðfæraleik virtist hún koma úr öðrum heimi. Þegar ég reyndi að smella mynd af henni uppi á sviði urðu til myndir sem höfðu yfir sér himneskan blæ,“ sagði í umsögn síðarnefnda blaðsins. Auk þess að syngja eigin lög, flest á íslensku, söng Ólöf nokkur þekkt lög eftir aðra sem hittu rækilega í mark. Þar má nefna I"m On Fire með Bruce Springsteen og Solitary Man með Neil Diamond. Blaðamaður The Sidney Morning Herald taldi flutning hennar á síðarnefnda laginu þann besta á tónleikunum. „Hún söng lagið eins og hún hefði nýlega uppgötvað það og gæti þar af leiðandi tengst því tilfinningalegum böndum.“ Stutt er síðan Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina Grinderman á tónleikum í Tasmaníu. Þar þótti hún eiga erfitt með að ná til fjöldans, öfugt við tónleikana á Sydney Festival. Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina CocoRosie á tónleikum í hinu fræga óperuhúsi í Sydney í gærkvöldi. Í kvöld heldur hún svo tónleika í borginni Melbourne, sem verða hennar síðustu á tónleikaferðalaginu um Ástralíu. - fb Hér fyrir ofan má sjá Ólöfu flytja lögin Crazy Car og Klara í upptökuveri útvarpsstöðvarinnar ABC Radio National í Sydney fyrir rúmri viku.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira