Innlent

Nokkrir tugir björgunarsveitarmanna leita að Matthíasi

Andri Ólafsson skrifar

Nokkrir tugir hjálparsveitarmanna gengu um svæði við Esjurætur í morgun í leit að ummerkjum um ferðir Matthíasar Þórarinssonar, en ekkert hefur sést til hans síðan sautjánda desmber síðastliðinn.

Þetta er í fyrsta skipti síðan farið var að lýsa eftir Matthíasi í fjölmiðlum að leitarflokkar eru sendir út. Hingað til hafa einfaldlega ekki verið nægar vísbendingar um hvar hann hafi haldið sig til þess að hægt hafi verið að afmarka leitarsvæði. Það breyttist hins vegar í vikunni þegar rússajeppi, sem Matthías hafði afnot af, fannst við Esjurætur nú vikunni. Jeppinn var brunninn en engar vísbendingar eða ummerki fundust í rústunum.

Talið er að síðast hafi sést til Matthíasar þann 17. desember á síðasta ári, í verslun Bónus á Selfossi. Þá var hann klæddur í græna, síða úlpu og gallabuxur.

Eftir að auglýst var eftir honum í fjölmiðlum bárust lögreglu nokkrar ábendingar, og er nú unnið að því að skoða upptökur úr tveimur eftirlitsmyndavélum til að sannreyna þær.

Allir sem upplýsingar geta gefið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 4441000.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×