Innlent

Nafn stúlkunnar sem lést á Siglufirði

Kyrrðarstund var haldin í Siglufjarðarkirkju í gærkvöldi.
Kyrrðarstund var haldin í Siglufjarðarkirkju í gærkvöldi. Mynd/Egill
Stúlkan sem lést í umferðarslysi á Siglufirði í fyrrakvöld hét Elva Ýr Óskarsdóttir og var þrettán ára gömul.

Elva Ýr var fædd þann 16.ágúst árið 1998 og bjó að Eyrarflöt 10 á Siglufirði.

Tvær aðrar stúlkur slösuðust í slysinu og hefur önnur þeirra verið útskrifuð af sjúkrahúsi.

Að sögn vakthafandi læknis á sjúkrahúsinu á Akureyri er líðan þriðju stúlkunnar stöðug en hún er ekki lengur talin vera í lífshættu.

Hún hlaut fjölda beinbrota í slysinu og mun áfram dvelja á gjörgæsludeild sjúkrahússins.

Elva Ýr Óskarsdóttir.
Kyrrðarstund var haldin í Siglufjarðarkirkju í gærkvöldi.

Þá hefur sóknarprestur þegar farið í grunnskólann til þess að veita skólasystkinum stúlkunnar sáluhjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×