Innlent

Nagladekkjum fækkar á götunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/ róbert reynisson.
Hlutfall bíla á nagladekkjum í Reykjavík reyndist vera 17% á miðvikudaginn. Á sama tíma í fyrra voru tæplega 32% á negldum dekkjum og árið 2009 voru það 24%. Í marsmánuði 2002 voru 67% bifreiða á nagladekkjum en á sama tíma árið 2011 voru aðeins 34% á nöglum, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Notkun nagladekkja í borgum veldur hljóð- og svifryksmengun sem ástæðulaust er að skapa á snjóléttum svæðum eins og í Reykjavík þar sem vetrarþjónusta gatna er góð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×