Innlent

Dikta tók á móti platínudiski

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hljómsveitin Dikta fékk í dag platínudisk fyrir diskinn Get It Together sem kom út í lok árs 2009. Þetta er fyrsti platínudiskur hljómsveitarinnar, segir Haukur Heiðar Hauksson, læknir og forsprakki hljómsveitarinnar.

Haukur segir viðurkenninguna vera ánægjulega, en sérstaklega ánægjulega í ljósi þess að Dikta sé að gefa út nýjan disk dag. Það er í nógu að snúast hjá Dikta því nýja disknum verður auðvitað fylgt úr hlaði með útgáfutónleikum á veitingastaðnum Nasa á fimmtudaginn.

„Þetta er ótrúlega skemmtilegt bæði á mismunandi hátt,“ segir Haukur Heiðar aðspurður um það hvort honum þyki ánægjulegra að gefa út nýjan disk eða fá platínudiskinn. Dikta sé nú búið að vinna að nýja disknum í marga mánuði og það sé gaman að sjá hann koma út. En það sé líka gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem búið er að gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×