Innlent

Óvíst um stuðning stjórnarandstöðu - fjárlaganefnd margklofin

Óvíst er hvort að ríkisstjórnin geti reitt sig á stuðning stjórnarandstöðunnar í Icesave málinu. Fjárlaganefnd er margklofin.

Icesave frumvarpið var afgreitt fjárlaganefnd í morgun. Engin sátt náðist á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu málsins og því enn óljóst hvort stjórnarandstaðan muni styðja frumvarpið.

„Við bentum á að það væri heppilegra að fá ákveðin gögn til viðbótar. Meðal annars að fá betri vitneskju um dómsmál sem tengist forgangsröðun kröfuhafa í Icesave og inn í bú Landsbankans. Þetta er dæmi um það sem við vildum gjarnan vilja fá á hreint," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem á sæti í fjárlaganefnd.

Framsóknarmenn óskuðu eftir áliti frá viðskiptanefnd og efnhags- og skattanefnd en afstaða þessara nefnda lá ekki fyrir þegar málið var afgreitt í morgun.

„Mér fannst þetta vera óþarfi og sorglegt, að málið skuli aftur vera komið í þennan farveg."

Samtal Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Mervyn King, seðalbanakstjóra Englands hefur ekki verið gert opinbert. Seðlabanki íslands mun hins vegar óska eftir því að trúnaði verði aflétt af hluta samtalsins.

Höskuldur segir þetta mikilvægt til að þingheimur geti tekið upplýsta ákvörðun í málinu.

Bretar og Hollendingar hafa lagt áherlsu á að icesave samkomulagið njóti víðtæks stuðnings á alþingi. Því þarf ríkisstjórnin nauðsynlega á stjórnarandstöðunni að halda í málinu. Fjárlaganefnd er fjórklofin í málinu og óvist með stuðning stjórnarandstöðunnar.

„Það mun bara koma í ljós, við erum að vinna okkar nefndarálit og þetta kemur til umræðu í næstu viku. Við munum bara bíða og sjá," segir Þorgerður að lokum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×