Selma tekur kántríið alla leið 18. febrúar 2011 16:27 Nýr söngheimur opnaðist Selmu Björnsdóttur söngkonu þegar hún fór að æfa kántrísöngtækni. Á laugardagskvöld treður hún upp með hljómsveit sinni, Miðnæturkúrekunum, í kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. Bæði tekur bandið lög af plötunni Alla leið til Texas sem kom út fyrir jólin og svo þekkta kántríslagara. „Ég ákvað að skipta aðeins um gír fyrir jólin og gera kántríplötu en þegar ég var í mastersnámi hjá Complete Vocal Institute fyrir fjórum árum sagði Catherine Sadolin mér að ég væri með kántrírödd. Ég ákvað að taka því sem hrósi og síðan þá hefur kántríið blundað í mér," segir Selma Björnsdóttir söngkona. Catherin Sadolin er stofnandi Complete Vocal Institute, sem er einn stærsti söngskóli Evrópu. Selma birtist fyrir jólin með kúrekahatt, greinilega búin að mastera söngtækni kántrísöngvarans sem er allt önnur en sú sem notuð er í popp- og söngleikjalögum að sögn Selmu. Í haust tekur Selma kántríið svo alla leið en hún ætlar að skella sér á tónleika með sjálfri Dolly Parton í haust. Með í för verða vinkonur hennar og vinnufélagar. „Við erum nokkrar sem erum nú þegar búnar að kaupa okkur miða. Nanna Kristín og María Heba leikkonur, Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og sjónvarpskona og svo eru nokkrar í viðbót sem eru að melda þetta með sér. Ætli þetta fari ekki að verða síðustu forvöð að sjá söngkonuna á sviði, hún er komin vel á sjötugsaldurinn," segir Selma. Hljómsveit Selmu, Miðnæturkúrekarnir er skipuð vinsælum tónlistarmönnum, Vigni Snæ Vigfússyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Benedikti Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Matthíasi Stefánssyni. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa því haft í nægu að snúast, til að mynda í Söngvakeppni Sjónvarpsins og Miðnæturkúrekarnir hafa því aðeins komið fram á tónleikum einu sinni til þessa. Á morgun troða þau upp í annað sinn með kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef haft áhuga á kántrí frá því að ég var lítil stelpa og hlustaði þá aðallega á Dolly Parton og Tammy Wynette. Pabbi hlustaði svo á Johnny Cash þannig að tónlistin var alltaf til staðar á heimilinu. Svo einhvern veginn þegar unglingsárin skullu á var þetta ekki "kúl" lengur þannig að maður lagði kántríáhugann á hilluna í talsverðan tíma, eða allt þangað til að ég hitti Catherine Sadoline. Ég hef haft mjög gaman af því að þróa með mér þessa tækni. Maður syngur frekar beint og þetta er allt frekar hresst og hvert lag hefur sitt þema, sjarma og fíling," segir Selma sem stefnir jafnframt á að gera kántríjólaplötu fyrir næstu jól. -jma Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Nýr söngheimur opnaðist Selmu Björnsdóttur söngkonu þegar hún fór að æfa kántrísöngtækni. Á laugardagskvöld treður hún upp með hljómsveit sinni, Miðnæturkúrekunum, í kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. Bæði tekur bandið lög af plötunni Alla leið til Texas sem kom út fyrir jólin og svo þekkta kántríslagara. „Ég ákvað að skipta aðeins um gír fyrir jólin og gera kántríplötu en þegar ég var í mastersnámi hjá Complete Vocal Institute fyrir fjórum árum sagði Catherine Sadolin mér að ég væri með kántrírödd. Ég ákvað að taka því sem hrósi og síðan þá hefur kántríið blundað í mér," segir Selma Björnsdóttir söngkona. Catherin Sadolin er stofnandi Complete Vocal Institute, sem er einn stærsti söngskóli Evrópu. Selma birtist fyrir jólin með kúrekahatt, greinilega búin að mastera söngtækni kántrísöngvarans sem er allt önnur en sú sem notuð er í popp- og söngleikjalögum að sögn Selmu. Í haust tekur Selma kántríið svo alla leið en hún ætlar að skella sér á tónleika með sjálfri Dolly Parton í haust. Með í för verða vinkonur hennar og vinnufélagar. „Við erum nokkrar sem erum nú þegar búnar að kaupa okkur miða. Nanna Kristín og María Heba leikkonur, Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og sjónvarpskona og svo eru nokkrar í viðbót sem eru að melda þetta með sér. Ætli þetta fari ekki að verða síðustu forvöð að sjá söngkonuna á sviði, hún er komin vel á sjötugsaldurinn," segir Selma. Hljómsveit Selmu, Miðnæturkúrekarnir er skipuð vinsælum tónlistarmönnum, Vigni Snæ Vigfússyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Benedikti Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Matthíasi Stefánssyni. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa því haft í nægu að snúast, til að mynda í Söngvakeppni Sjónvarpsins og Miðnæturkúrekarnir hafa því aðeins komið fram á tónleikum einu sinni til þessa. Á morgun troða þau upp í annað sinn með kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef haft áhuga á kántrí frá því að ég var lítil stelpa og hlustaði þá aðallega á Dolly Parton og Tammy Wynette. Pabbi hlustaði svo á Johnny Cash þannig að tónlistin var alltaf til staðar á heimilinu. Svo einhvern veginn þegar unglingsárin skullu á var þetta ekki "kúl" lengur þannig að maður lagði kántríáhugann á hilluna í talsverðan tíma, eða allt þangað til að ég hitti Catherine Sadoline. Ég hef haft mjög gaman af því að þróa með mér þessa tækni. Maður syngur frekar beint og þetta er allt frekar hresst og hvert lag hefur sitt þema, sjarma og fíling," segir Selma sem stefnir jafnframt á að gera kántríjólaplötu fyrir næstu jól. -jma
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira