Heimilislegt að sofa með riffil við hliðina á rúminu 20. janúar 2011 07:00 ferðast um þýskaland Strákarnir í Diktu fylgjast með árangri íslenska landsliðsins í handbolta með aðstoð áhorfenda á tónleikum sínum. Strákarnir í Diktu hafa verið á ferðalagi um Þýskaland síðustu daga. Áhorfendur hafa látið þá vita hvernig staðan er í leikjum íslenska landsliðsins og staðalbúnaður hótelherbergja í Hollandi kom skemmtilega á óvart. „Stemningin er mjög góð. Ég get ekki sagt annað,“ segir Jón Þór Sigurðsson, Nonni kjuði, trommuleikari hljómsveitarinnar Diktu. Dikta er nú á tónleikaferðalagi um Þýskaland og var í Stuttgart þegar Fréttablaðið náði í Nonna. Hann segir ferðina hafa verið góða þótt ýmislegt sé öðruvísi á meginlandi Evrópu en á Íslandi – staðalbúnaðurinn í einu hótelherberginu var til að mynda skotvopn. „Við vorum að spila í Þýskalandi, en hótelið okkar var hinu megin við landamærin, í Hollandi,“ segir Nonni. „Það var riffill við hliðina á rúminu mínu á hótelinu. Mjög eðlilegt, en heimilislegt engu að síður.“ Nonni er góð skytta, en eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum lenti hann í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópavogs. „Ég er annáluð skytta, en það var svo sem ekki gert meira í því en að hafa riffilinn við hliðina á rúminu. Okkur fannst þetta mjög fyndið.“ Dikta kemur fram á 200-300 manna stöðum í Þýskalandi og hefur mætingin að sögn Nonna farið fram úr björtustu vonum. Tónleikarnir hafa farið fram á svipuðum tíma og leikir íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð, en áhorfendur hafa verið duglegir við að láta meðlimi hljómsveitarinnar vita hver staðan er í leikjunum. Þá eru hundruð platna sem teknar voru með til að selja uppseld. Hljómsveitin kom fram í Frankfurt í gær. Hún fer svo til Bretlands og kemur fram í London í kvöld. „Við erum svo að hugsa um að kíkja á fótboltaleik í Portsmouth – kíkja á Hemma Hreiðars og félaga,“ segir Nonni. Portsmouth glímir við Leeds á laugardaginn, en Nonni er einnig með háleitar hugmyndir um að glíma við Hermann Hreiðarsson. „Ég hef verið valinn til að taka á Hemma. Það er spurning hvernig það fer, en hann er náttúrlega orðinn gamall.“ Hefurðu eitthvað í hann? „Ég veit það ekki. Ég er mjög spenntur að sjá hvað gerist.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Strákarnir í Diktu hafa verið á ferðalagi um Þýskaland síðustu daga. Áhorfendur hafa látið þá vita hvernig staðan er í leikjum íslenska landsliðsins og staðalbúnaður hótelherbergja í Hollandi kom skemmtilega á óvart. „Stemningin er mjög góð. Ég get ekki sagt annað,“ segir Jón Þór Sigurðsson, Nonni kjuði, trommuleikari hljómsveitarinnar Diktu. Dikta er nú á tónleikaferðalagi um Þýskaland og var í Stuttgart þegar Fréttablaðið náði í Nonna. Hann segir ferðina hafa verið góða þótt ýmislegt sé öðruvísi á meginlandi Evrópu en á Íslandi – staðalbúnaðurinn í einu hótelherberginu var til að mynda skotvopn. „Við vorum að spila í Þýskalandi, en hótelið okkar var hinu megin við landamærin, í Hollandi,“ segir Nonni. „Það var riffill við hliðina á rúminu mínu á hótelinu. Mjög eðlilegt, en heimilislegt engu að síður.“ Nonni er góð skytta, en eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum lenti hann í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópavogs. „Ég er annáluð skytta, en það var svo sem ekki gert meira í því en að hafa riffilinn við hliðina á rúminu. Okkur fannst þetta mjög fyndið.“ Dikta kemur fram á 200-300 manna stöðum í Þýskalandi og hefur mætingin að sögn Nonna farið fram úr björtustu vonum. Tónleikarnir hafa farið fram á svipuðum tíma og leikir íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð, en áhorfendur hafa verið duglegir við að láta meðlimi hljómsveitarinnar vita hver staðan er í leikjunum. Þá eru hundruð platna sem teknar voru með til að selja uppseld. Hljómsveitin kom fram í Frankfurt í gær. Hún fer svo til Bretlands og kemur fram í London í kvöld. „Við erum svo að hugsa um að kíkja á fótboltaleik í Portsmouth – kíkja á Hemma Hreiðars og félaga,“ segir Nonni. Portsmouth glímir við Leeds á laugardaginn, en Nonni er einnig með háleitar hugmyndir um að glíma við Hermann Hreiðarsson. „Ég hef verið valinn til að taka á Hemma. Það er spurning hvernig það fer, en hann er náttúrlega orðinn gamall.“ Hefurðu eitthvað í hann? „Ég veit það ekki. Ég er mjög spenntur að sjá hvað gerist.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning