Lán einstaklinga verið afskrifuð um 143,9 milljarða 1. september 2011 07:00 Alls var sótt um niðurfærslu rúmlega 13.400 lána á grundvelli 110% leiðarinnar.Fréttablaðið/vilhelm Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjármálafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niðurfærslum lána sem búið er að framkvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahliðinni. Það sé hins vegar mjög misjafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niðurfærslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteignakaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs. Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Hefur verið lokið við endurútreikning 98,7 prósenta gengis-lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir skrýtið að telja endur-útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hvenær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinarmunur á gengistryggðum íbúða-lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á gengislánum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjármálafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niðurfærslum lána sem búið er að framkvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahliðinni. Það sé hins vegar mjög misjafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niðurfærslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteignakaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs. Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Hefur verið lokið við endurútreikning 98,7 prósenta gengis-lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir skrýtið að telja endur-útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hvenær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinarmunur á gengistryggðum íbúða-lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á gengislánum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira