Lífið

Harry prins í stelpubann

Bæjarstjórinn í bænum Gila Bend í Kaliforníu vandar Harry prins ekki kveðjurnar en hann hefur eytt frítíma sínum með stúlkum bæjarins.
Bæjarstjórinn í bænum Gila Bend í Kaliforníu vandar Harry prins ekki kveðjurnar en hann hefur eytt frítíma sínum með stúlkum bæjarins. nordicphotos/getty
Harry Bretaprins er þessa dagana staddur í Bandaríkjunum þar sem hann lýkur við menntun sína sem þyrluflugmaður hjá hernum. Þar sem æfingabúðirnar eru í Kaliforníu hefur prinsinn eytt frítíma sínum í bænum Gila Bend og eytt nóttunum með stúlkum bæjarins.

Bæjarstjórinn þar er ekki par ánægður með dvöl prinsins. „Það eru margir feður hérna sem geta beitt ýmsum brögðum til verja dætur sínar. Það eru margar sætar stelpur í bænum en feður þeirra vilja ekki prins, sem drekkur og fer í partí allar nætur, sem tengdason. Þetta er enginn partíbær,“ segir bæjarstjórinn Ron Henry í viðtali við blaðið Daily Mail.

Harry prins sleit nýverið sambandinu við nærfatafyrirsætuna Florence Brudenell-Bruce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.