Lífið

George Clooney er skítsama

George Clooney er með prumpforrit í símanum sínum og á fjarstýrða prumpblöðru.
George Clooney er með prumpforrit í símanum sínum og á fjarstýrða prumpblöðru. nordicphotos/Getty
George Clooney er ein skærasta kvikmyndastjarna heims í dag og gerir um það bil það sem hann vill. Hann frumsýndi nýlega myndina The Ides of March, sem er gæluverkefni hans og kostaði ekki mikið.

„Hún er ekki fyrir alla, en mér er skítsama,“ sagði Clooney í viðtali við Rolling Stone. „Ég þarf ekki meiri frægð og við skutum hana fyrir tólf milljónir dala. Þannig að allt sem við gerum er fínt.“

Myndin hefur þegar aflað 36 milljóna dala og fær í þokkabót frábæra dóma gagnrýnenda. Clooney leikstýrir myndinni ásamt því að leika aðalhlutverkið. Hann vill setjast oftar í leikstjórastólinn. „Ég starfa sem leikari, en mig langar að vera leikstjóri,“ sagði hann. „Þannig að ég tek að mér góð hlutverk sem bjóðast milli mynda sem ég leikstýri sjálfur.“

Einhvern veginn fór viðtalið í Rolling Stone út af sporinu og allt í einu er hann byrjaður að tala um prumpblöðrur. „Ég held að það sé fyndnasta uppfinning í mannkynssögunni,“ sagði hann. „Að segja orðið „prump“ kemur mér til að hlæja. Ég er með iFart í símanum mínum og ég á fjarstýrðar prumpblöðrur. Prump, það er ekkert fyndnara.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.