Lífið

Glee sakað um dómgreindarleysi

Sjónvarpsþættirnir Glee eru fyrst og fremst dans- og söngvaþættir en þykja einnig ögrandi í umfjöllun sinni um viðkvæm málefni.
Sjónvarpsþættirnir Glee eru fyrst og fremst dans- og söngvaþættir en þykja einnig ögrandi í umfjöllun sinni um viðkvæm málefni.
Framleiðendur bandaríska söng- og dansþáttarins Glee hafa verið sakaðir um dómgreindarleysi af Parent Television Council, sem hópur íhaldssamra Bandaríkjamanna stendur að. Lélegt lagaval eða afbökun á þekktum tónlistarperlum eru hins vegar ekki ástæðan fyrir því að PTC lætur í sér heyra heldur vegna þess að þáttur, sem sýndur var á mánudag, sýndi nána snertingu milli nemenda í framhaldsskóla.

Þetta fór ákaflega fyrir brjóstið á forsvarsmönnum PTC, sem sendu frá sér harðorða yfirlýsingu, en í þættinum sást annars vegar gagnkynhneigt par láta vel að hvort öðru og hins vegar samkynhneigt. „Kynið á leikurum Glee skiptir engu máli heldur er það kynlífið hjá börnunum sem er aðalmálið og lýsir algjöru dómgreindarleysi. Kynlíf táninga virðist selja og Fox er eingöngu að feta þá varasömu slóð. Rannsóknir hafa sýnt að kynlíf í sjónvarpi eykur áhuga ungs fólks á að stunda kynlíf fyrr og Fox veit að þessi þáttur er vinsæll hjá börnum. Þetta er því fyrir neðan allar hellur,“ er haft eftir Tim Winter, forsvarsmanni PTC.

Leikarinn Chris Colfer, sem er í stóru hlutverki í Glee, sagði í samtali við vefsíðuna EW.com að hann hefði vitað að PTC myndi láta í sér heyra eftir þáttinn. „Ég býst reyndar alltaf við því eftir hvern þátt því við fjöllum um svo mörg viðkvæm mál. En okkur hefur alltaf tekist að koma þeim smekklega frá okkur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.