Alvöru íslensk hrollvekja 10. nóvember 2011 07:30 Kvikmyndagerðarmaður Ómar vonar að íslenskir kvikmyndagerðarmenn fari að taka við sér í framleiðslu hryllingsmynda. Fréttablaðið/GVA Ómar Örn Hauksson frumsýnir stuttmyndina Ódauðlega ást í kvöld. Hann réðst í gerð myndarinnar þegar hann var atvinnulaus og var að koma úr leiðinlegum sambandsslitum. „Tilfinningin verður góð, við erum búin að bíða lengi,“ segir Ómar Örn Hauksson kvikmyndagerðarmaður, sem frumsýnir stuttmynd sína, Ódauðleg ást, í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Myndin er hrollvekja sem tekin var upp á fjórum dögum á Íslandi í fyrra. Myndin var ástríðuverkefni fyrir Ómar, sem fékk hóp fagfólks í lið með sér við gerð myndarinnar, en allir sem tóku þátt í verkefninu gáfu vinnu sína. „Það var alveg ómetanlegt. Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á kvikmyndagerð og langað til að gera þetta en aldrei fengið tækifæri til að koma því í gegn. Svo var ég svo ótrúlega heppinn að geta fengið þetta atvinnufólk til liðs við mig, ég var í raun eini amatörinn á svæðinu.“ Ómar ákvað að láta loks slag standa síðasta sumar þegar hann var atvinnulaus og hafði nægan tíma. „Ég var að koma út úr frekar leiðinlegum sambandsslitum og þetta var svona mín leið í rauninni til að taka á því á einhvern hátt. Það voru svona vangaveltur sem spruttu upp úr þessum skilnaði sem eru eiginlega grunnurinn að sögunni í myndinni.“ Aðspurður segist Ómar ekki geta skýrt það af hverju svo fáir hafi reynt sig við gerð hryllingsmynda á Íslandi, en segist gruna að það hafi reynst öðrum en honum erfitt að fá styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. „Það var líka lengi loðandi við íslenska kvikmyndagerð að þeir sem gerðu kvikmyndir sóttust frekar eftir orðspori á kvikmyndahátíðum en að geta fengið fólk í bíósalina. Þess vegna dó íslensk kvikmyndagerð nánast á tímabili og það fór enginn að sjá myndir. Það var ekki fyrr en Baltasar Kormákur reif þetta upp og gerði krimma að Íslendingar byrjuðu aftur að hópast í bíó og hafa trú á íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Ómar. Hann segir að það sé kannski fyrst núna að kvikmyndagerðarmenn hugsi meira um að fá fólk í bíó en að fá viðurkenningu erlendis. „Það er líka svo leiðinlegt að horfa til nágrannaþjóða okkar, til dæmis í Skandinavíu þar sem verið er að rúlla út hryllingsmyndum sem fá mikla dreifingu og eru virkilega góðar og vel gerðar. Við erum ennþá rosalega hrædd við að stíga þetta skref sem er skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að við státum okkur af því að vera mikið lesin og okkar helstu bókmenntir eru auðvitað þjóðsögurnar sem eru fullar af skrímslum og draugum og ógeði. En við höfum aldrei gert neitt við þetta af viti annað en að gefa þetta út í þykkum leðurbindum og láta þau sitja uppi í hillu.“ Ómar hvetur fólk til að mæta í Bíó Paradís í kvöld, en sjálfur segist hann ánægðastur með að geta sýnt öllum þeim sem lögðu verkefninu lið afraksturinn á stóra tjaldinu. bergthora@frettabladid.is Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Ómar Örn Hauksson frumsýnir stuttmyndina Ódauðlega ást í kvöld. Hann réðst í gerð myndarinnar þegar hann var atvinnulaus og var að koma úr leiðinlegum sambandsslitum. „Tilfinningin verður góð, við erum búin að bíða lengi,“ segir Ómar Örn Hauksson kvikmyndagerðarmaður, sem frumsýnir stuttmynd sína, Ódauðleg ást, í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Myndin er hrollvekja sem tekin var upp á fjórum dögum á Íslandi í fyrra. Myndin var ástríðuverkefni fyrir Ómar, sem fékk hóp fagfólks í lið með sér við gerð myndarinnar, en allir sem tóku þátt í verkefninu gáfu vinnu sína. „Það var alveg ómetanlegt. Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á kvikmyndagerð og langað til að gera þetta en aldrei fengið tækifæri til að koma því í gegn. Svo var ég svo ótrúlega heppinn að geta fengið þetta atvinnufólk til liðs við mig, ég var í raun eini amatörinn á svæðinu.“ Ómar ákvað að láta loks slag standa síðasta sumar þegar hann var atvinnulaus og hafði nægan tíma. „Ég var að koma út úr frekar leiðinlegum sambandsslitum og þetta var svona mín leið í rauninni til að taka á því á einhvern hátt. Það voru svona vangaveltur sem spruttu upp úr þessum skilnaði sem eru eiginlega grunnurinn að sögunni í myndinni.“ Aðspurður segist Ómar ekki geta skýrt það af hverju svo fáir hafi reynt sig við gerð hryllingsmynda á Íslandi, en segist gruna að það hafi reynst öðrum en honum erfitt að fá styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. „Það var líka lengi loðandi við íslenska kvikmyndagerð að þeir sem gerðu kvikmyndir sóttust frekar eftir orðspori á kvikmyndahátíðum en að geta fengið fólk í bíósalina. Þess vegna dó íslensk kvikmyndagerð nánast á tímabili og það fór enginn að sjá myndir. Það var ekki fyrr en Baltasar Kormákur reif þetta upp og gerði krimma að Íslendingar byrjuðu aftur að hópast í bíó og hafa trú á íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Ómar. Hann segir að það sé kannski fyrst núna að kvikmyndagerðarmenn hugsi meira um að fá fólk í bíó en að fá viðurkenningu erlendis. „Það er líka svo leiðinlegt að horfa til nágrannaþjóða okkar, til dæmis í Skandinavíu þar sem verið er að rúlla út hryllingsmyndum sem fá mikla dreifingu og eru virkilega góðar og vel gerðar. Við erum ennþá rosalega hrædd við að stíga þetta skref sem er skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að við státum okkur af því að vera mikið lesin og okkar helstu bókmenntir eru auðvitað þjóðsögurnar sem eru fullar af skrímslum og draugum og ógeði. En við höfum aldrei gert neitt við þetta af viti annað en að gefa þetta út í þykkum leðurbindum og láta þau sitja uppi í hillu.“ Ómar hvetur fólk til að mæta í Bíó Paradís í kvöld, en sjálfur segist hann ánægðastur með að geta sýnt öllum þeim sem lögðu verkefninu lið afraksturinn á stóra tjaldinu. bergthora@frettabladid.is
Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira