Snemma beygist krókurinn - Allt um Ben Stiller 10. nóvember 2011 22:00 Ben Stiller hefur tekist, þrátt fyrir að vera fremur lágvaxinn og ó-kvikmyndalegur í útliti, að verða ein skærasta kvikmyndastjarna heims. Taugaveiklaðar og seinheppnar persónur eru sérfag Stiller, sem fékk leikarabakteríuna í vöggugjöf. Nýjasta kvikmynd Ben Stiller, Tower Heist, verður frumsýnd um helgina. Valinn maður er í hverju rúmi; Eddie Murphy, Casey Affleck, Alan Alda, Matthew Broderick, Téa Leoni og Gabourey Sidibe, svo fátt eitt sé nefnt. Myndin segir frá því þegar hópur verkafólks í New York uppgötvar, sér til mikillar skelfingar, að það hefur verið haft að féþúfu af auðjöfrinum Arthur Shaw. En í stað þess að gefast upp þá skipuleggur hópurinn umsvifamikið og ansi flókið rán til að hefna sín á fjármálafurstanum. Leikstjóri myndarinnar er Brett Ratner en myndin hefur fengið ágætis dóma í Bandaríkjunum, samkvæmt rottentomatoes.com eru sjötíu prósent gagnrýnenda sáttir með hana. Það lá einhvern veginn alltaf fyrir að Ben Stiller myndi hella sér útí skemmtanabransann. Faðir hans, Jerry Stiller og móðir, Anne Meare, nutu bæði tvö mikillar virðingar innan grínsenunnar í Bandaríkjunum. Foreldrarnir tóku strákinn snemma með á tökustaði og hann sýndi þá strax kvikmyndagerðinni mikinn áhuga. 8mm kvikmyndir urðu snemma til og foreldrarnir áttu þess engan annan kost en að gefa honum tækifæri til að spreyta sig í hinum harða heimi Hollywood (miklir Stiller-aðdáendur geta leitað að honum í Empire of the Sun og Next of Kin með Patrick Swayze auk þess sem leikarinn birtist í einum þætti af Frasier).Stiller í hlutverki Derek Zoolander.Stiller sló hins vegar fyrst í gegn á MTV-tónlistarstöðinni sem þáttastjórnandi og leikstjóri The Ben Stiller Show. Hann naut liðsinnis Judd Apatow við að koma þáttunum á koppinn og gerði í þeim grín að þekktum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Stiller varð jafnframt hluti af hinu svokallaða Frat Pack sem ræður ríkjum í bandarísku gríni um þessar mundir, meðlimir þess eru meðal annars Wilson-bræðurnir Owen og Luke, Will Ferrell og Vince Vaughn. Velgengni Stiller varð til þess að honum var úthlutuð leikstjórastaða kvikmyndarinnar Reality Bites þar sem hann lék einnig aðalhlutverkið á móti Winonu Ryder. Myndin naut töluverðra vinsælda, ekki síst vegna þeirrar frábæru tónlistar sem hljómaði í myndinni enda var hún runnin undan rifjum MTV. Hins vegar átti MTV engan þátt í velgengni Cable Guy sem Stiller stýrði af mikilli snilld og skartaði þeim Matthew Broderick og Jim Carrey í aðalhlutverkum.Ben Stiller sýndi snemma að leiðin lægi í kvikmyndagerð. Pabbi hans, Jerry Stiller, tók hann með sér á tökustaði og strákurinn fékk að reyna sig í kvikmyndaleik.Kvikmyndin There's Something About Mary eftir Farelly-bræður skaut honum sjálfum uppá stjörnuhimininn og var jafnframt upphafið að einkennishlutverki leikarans; eilítið taugaveiklaður, góðhjartaður og ákaflega seinheppinn náungi sem stendur uppi sem sigurvegari undir lok kvikmyndarinnar. Framhaldið þekkja síðan flestir, kvikmyndir Stiller mala öllu jafnan gull og hafa þénað að meðaltali 73 milljónir dollara í miðasölu. Stiller gæti orðið ansi góður vinur Íslands ef allt nær fram að ganga því hann hefur í hyggju að gera kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty hér á landi eins og Fréttablaðið hefur greint frá. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Ben Stiller hefur tekist, þrátt fyrir að vera fremur lágvaxinn og ó-kvikmyndalegur í útliti, að verða ein skærasta kvikmyndastjarna heims. Taugaveiklaðar og seinheppnar persónur eru sérfag Stiller, sem fékk leikarabakteríuna í vöggugjöf. Nýjasta kvikmynd Ben Stiller, Tower Heist, verður frumsýnd um helgina. Valinn maður er í hverju rúmi; Eddie Murphy, Casey Affleck, Alan Alda, Matthew Broderick, Téa Leoni og Gabourey Sidibe, svo fátt eitt sé nefnt. Myndin segir frá því þegar hópur verkafólks í New York uppgötvar, sér til mikillar skelfingar, að það hefur verið haft að féþúfu af auðjöfrinum Arthur Shaw. En í stað þess að gefast upp þá skipuleggur hópurinn umsvifamikið og ansi flókið rán til að hefna sín á fjármálafurstanum. Leikstjóri myndarinnar er Brett Ratner en myndin hefur fengið ágætis dóma í Bandaríkjunum, samkvæmt rottentomatoes.com eru sjötíu prósent gagnrýnenda sáttir með hana. Það lá einhvern veginn alltaf fyrir að Ben Stiller myndi hella sér útí skemmtanabransann. Faðir hans, Jerry Stiller og móðir, Anne Meare, nutu bæði tvö mikillar virðingar innan grínsenunnar í Bandaríkjunum. Foreldrarnir tóku strákinn snemma með á tökustaði og hann sýndi þá strax kvikmyndagerðinni mikinn áhuga. 8mm kvikmyndir urðu snemma til og foreldrarnir áttu þess engan annan kost en að gefa honum tækifæri til að spreyta sig í hinum harða heimi Hollywood (miklir Stiller-aðdáendur geta leitað að honum í Empire of the Sun og Next of Kin með Patrick Swayze auk þess sem leikarinn birtist í einum þætti af Frasier).Stiller í hlutverki Derek Zoolander.Stiller sló hins vegar fyrst í gegn á MTV-tónlistarstöðinni sem þáttastjórnandi og leikstjóri The Ben Stiller Show. Hann naut liðsinnis Judd Apatow við að koma þáttunum á koppinn og gerði í þeim grín að þekktum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Stiller varð jafnframt hluti af hinu svokallaða Frat Pack sem ræður ríkjum í bandarísku gríni um þessar mundir, meðlimir þess eru meðal annars Wilson-bræðurnir Owen og Luke, Will Ferrell og Vince Vaughn. Velgengni Stiller varð til þess að honum var úthlutuð leikstjórastaða kvikmyndarinnar Reality Bites þar sem hann lék einnig aðalhlutverkið á móti Winonu Ryder. Myndin naut töluverðra vinsælda, ekki síst vegna þeirrar frábæru tónlistar sem hljómaði í myndinni enda var hún runnin undan rifjum MTV. Hins vegar átti MTV engan þátt í velgengni Cable Guy sem Stiller stýrði af mikilli snilld og skartaði þeim Matthew Broderick og Jim Carrey í aðalhlutverkum.Ben Stiller sýndi snemma að leiðin lægi í kvikmyndagerð. Pabbi hans, Jerry Stiller, tók hann með sér á tökustaði og strákurinn fékk að reyna sig í kvikmyndaleik.Kvikmyndin There's Something About Mary eftir Farelly-bræður skaut honum sjálfum uppá stjörnuhimininn og var jafnframt upphafið að einkennishlutverki leikarans; eilítið taugaveiklaður, góðhjartaður og ákaflega seinheppinn náungi sem stendur uppi sem sigurvegari undir lok kvikmyndarinnar. Framhaldið þekkja síðan flestir, kvikmyndir Stiller mala öllu jafnan gull og hafa þénað að meðaltali 73 milljónir dollara í miðasölu. Stiller gæti orðið ansi góður vinur Íslands ef allt nær fram að ganga því hann hefur í hyggju að gera kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty hér á landi eins og Fréttablaðið hefur greint frá. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira