Lífið

Leikarabörn frumsýna

Alexander Briem.
Alexander Briem.
Stúdentaleikhúsið frumsýnir leikritið Hreinn umfram allt í leikstjórn Þorsteins Bachmann í Norðurpólnum á morgun. Um er að ræða íslenska útgáfu The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde.

Í leikhópnum er að finna hæfileikaríkt fólk sem á eflaust eftir að ná langt í leikhúsheiminum á næstu árum. Sumir krakkanna eiga ekki langt að sækja hæfileikana eða áhuga á leikhúsinu. Í hópnum er til að mynda að finna Alexander Briem, sem leikið hefur í Gauragangi og víðar, en hann er sonur Sigríðar Pétursdóttur kvikmyndasérfræðings, og Guðmund Felixson sem er sonur Felix Bergssonar.

Þá sér Áslákur Ingvarsson um tónlist og hljóðmynd sýningarinnar, en foreldrar hans eru Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.