Innlent

Fjárlaganefnd fundar um símtal Davíðs

Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur verið kölluð saman til fundar í kvöld klukkan átta. Nefndin mun hitta fulltrúa frá Seðlabankanum og ræða umdeilt símtal Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra, og Meryn Kings.

Vísir ræddi við fulltrúa úr fjárlaganefnd sem sögðust litla hugmynd hafa um efni fundarins fyrir utan það að fulltrúar frá Seðlabankanum væru boðaðir á fundinn og væntanlega yrði samtal Davíðs og Mervyn Kings til umræðu.

Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins, fullyrt í viðtali í Viðskiptablaðinu fyrir skömmu að til væri upptaka af því þegar Mervyn King segir við Davíð að Icesave skuldin yrði afskrifuð.

King sagði í frétt Guardian nú um helgina að þetta væri rangt en rannsóknarnefnd Alþingis fékk ekki leyfi til að nota upptökuna þar sem King vissi ekki að samtal hans við Davíð Oddsson væri tekið upp.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×