

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008.
Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram.
Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna.
Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, staðfestir að hafa rætt um erfiðleika bankans á fundi um miðjan ágúst 2008, þar sem meðal annarra var staddur Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins.
Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag.
Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á.
Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins.
Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum.
Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar.
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008.
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna.