Innlent

Aðalmeðferð yfir Baldri hafin

Erla Hlynsdóttir skrifar
Baldur Guðlaugsson ásamt verjanda við þingfestingu málsins.
Baldur Guðlaugsson ásamt verjanda við þingfestingu málsins.
Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna.

Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. September 2008 og er hann grunaður um að hafa komið bréfunum í verð þar sem hann hafi mátt vita, stöðu sinnar vegna, að verðgildi þeirra myndi hrynja.

Baldur neitaði sök við þingfestingu málsins. Hann var mættur í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur við upphaf aðalmeðferðar í morgun og staðfesti þá að sú neitum stæði enn.

Fyrir aðalmeðferðina hafði dómari heimilað að gefnar yrðu símaskýrslur af Ingimundi Friðrikssyni, sem á þessum tíma var einn þriggja bankastjóra Seðlabankans, og Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.

Dómari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri uppfyllt lagaskilyrði til að þeir þyrftu ekki að mæta í dómsal til skýrslutöku og verða þeir því kallaðir til síðar í vikunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×