Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Erla Hlynsdóttir skrifar 14. mars 2011 10:04 Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. Verjandi Baldurs spurði Halldór hvort hann teldi þá sem þekktu til samskipta breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans sumarið og hausti 2008 hefðu búið yfir innherjaupplýsingum, og vísaði hann þar til þess að breska fjármálaeftirlitið lagði áherslu á að hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningunum og að innistæðurnar yrðu fluttar í dótturfélag. Halldór sagði þarna vissulega hafa verið um að ræða trúnaðarupplýsingar, en fyrr í aðalmeðferðinni hefur komið fram að aðeins örfáir einstaklingar höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Einnig hafa ákveðnir aðilar borið að þeir óttuðust áhlaup á bankann ef þessar upplýsingar myndu leka út. Halldór bar hins vegar fyrir dómi í morgun að hann taldi þarna ekki um að ræða verðmyndandi upplýsingar. „Það var ekki mitt mat á þessum tíma," sagði Halldór. Saksóknari spurði Halldór hvort óttast hefði verið að áhlaup yrði gert á bankann ef þessar upplýsingar myndu spyrjast út, sagði hann að allir órói í kring um banka og neikvæðar fréttir af bankanum við aðstæður sem þessar væri nokkuð sem menn reyndu að forðast með öllum ráðum. Verjandi Baldurs spurði Halldór einnig sérstaklega út í á hvaða stigi viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins voru komnar dagana sem Baldur seldi hlutabréf sín, 17. og 18. September 2008. Við aðalmeðferðina er misjafnt hvort menn hafa borið að þarna hefðu enn aðeins verið viðræður um kröfur eftirlitsins vegna innistæðna, eða hvort kröfurnar hafi verið settar fram á formlegan hátt. Að sögn Halldórs voru þarna ekki komnar fram endanlegar kröfur og málið enn á viðræðustigi á þessum tíma. Hann segir því að þarna hafi breska fjármálaeftirlitið ekki sett Landsbankanum úrslitakosti um færslu innistæðna á Icesave-reikningum í dótturfélag eða að sett yrði hámark á innistæður á reikningunum. Halldór segir að rétt áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi, að kvöldi 6. október, hafi verið gerð síðasta tilraun til að ná lendingu í viðræðum milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankann um þessi atriði. Málflutningur saksóknara er hafinn, og reiknar hann með um tveimur klukkustundum til að koma máli sínu á framfæri. Þá tekur við málflutningur verjanda sem reiknar með tveimur til þremur klukkustundum í málflutninginn. Því næst verður málið lagt í dóm. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. Verjandi Baldurs spurði Halldór hvort hann teldi þá sem þekktu til samskipta breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans sumarið og hausti 2008 hefðu búið yfir innherjaupplýsingum, og vísaði hann þar til þess að breska fjármálaeftirlitið lagði áherslu á að hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningunum og að innistæðurnar yrðu fluttar í dótturfélag. Halldór sagði þarna vissulega hafa verið um að ræða trúnaðarupplýsingar, en fyrr í aðalmeðferðinni hefur komið fram að aðeins örfáir einstaklingar höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Einnig hafa ákveðnir aðilar borið að þeir óttuðust áhlaup á bankann ef þessar upplýsingar myndu leka út. Halldór bar hins vegar fyrir dómi í morgun að hann taldi þarna ekki um að ræða verðmyndandi upplýsingar. „Það var ekki mitt mat á þessum tíma," sagði Halldór. Saksóknari spurði Halldór hvort óttast hefði verið að áhlaup yrði gert á bankann ef þessar upplýsingar myndu spyrjast út, sagði hann að allir órói í kring um banka og neikvæðar fréttir af bankanum við aðstæður sem þessar væri nokkuð sem menn reyndu að forðast með öllum ráðum. Verjandi Baldurs spurði Halldór einnig sérstaklega út í á hvaða stigi viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins voru komnar dagana sem Baldur seldi hlutabréf sín, 17. og 18. September 2008. Við aðalmeðferðina er misjafnt hvort menn hafa borið að þarna hefðu enn aðeins verið viðræður um kröfur eftirlitsins vegna innistæðna, eða hvort kröfurnar hafi verið settar fram á formlegan hátt. Að sögn Halldórs voru þarna ekki komnar fram endanlegar kröfur og málið enn á viðræðustigi á þessum tíma. Hann segir því að þarna hafi breska fjármálaeftirlitið ekki sett Landsbankanum úrslitakosti um færslu innistæðna á Icesave-reikningum í dótturfélag eða að sett yrði hámark á innistæður á reikningunum. Halldór segir að rétt áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi, að kvöldi 6. október, hafi verið gerð síðasta tilraun til að ná lendingu í viðræðum milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankann um þessi atriði. Málflutningur saksóknara er hafinn, og reiknar hann með um tveimur klukkustundum til að koma máli sínu á framfæri. Þá tekur við málflutningur verjanda sem reiknar með tveimur til þremur klukkustundum í málflutninginn. Því næst verður málið lagt í dóm.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt. 14. mars 2011 09:45