Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Erla Hlynsdóttir skrifar 4. mars 2011 09:44 Baldur bar vitni á miðvikudaginn var. Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. Ingimundur staðfesti þar að hann hefði tilkynnt á fundi samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað að breska fjármálaeftirlitið hefði tekið ákvörðun um að 5 milljarða punda hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi. Fundargerð af fundi hópsins frá 31. júlí 2008 var borin undir Ingimund þar sem þetta kom fram og sagðist hann ekki efast um að það væri rétt sem stæði í fundargerð. Hann sagðist þó ekki muna nákvæmlega hvernig hann hafi fengið upplýsingar um þetta hámark en það hafi ekki verið frá fyrstu hendi. Aðalmeðferð í máli Baldurs hófst á miðvikudag. Skýrsla var þá tekin af Baldri, sem er ákærður fyrir innherjasvik með því að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir stöðu sinnar vegna. Baldur seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. Baldur átti sæti í aðurnefndum samráðshópi. Eitt þeirra atriða sem tekið er fram í ákæru á hendur Baldri er að hann hafi vitað um ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um 5 milljarða hámarkið. Fyrir dómi á miðvikudag bar hann hins vegar að það væri ekki rétt að ákvörðun hefði verið tekin um þetta hámark heldur að það hafi aðeins komið til umræðu. Upphaflega stóð til að Ingimundur gæfi símaskýrslu þar sem hann er búsettur í Noregi en ákveðið var að boða hann fyrr dóminn þar sem ekki var vissa um að lagaheimildir væru fyrir því að hann gæfi aðeins skýrslu í gegn um síma. Í fundargerð samráðshópsins frá 31. júlí segir að þar hafi verið sérstaklega minnt á trúnaður gilti um að ákvörðun hefði verið tekin um 5 milljarða punda hámarkið á Icesave-reikningunum. Næsta vitni á dagskrá er Tryggvi Pálsson, forstöðumaður fjármálasviðs Seðlabankans. Á eftir honum ber vitni Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, þá Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans og loks Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Samráðshópurinn vissi um fyrirhugað hámark á Icesave-innistæður Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008. 2. mars 2011 13:57 Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30 Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á. 2. mars 2011 13:33 Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. Ingimundur staðfesti þar að hann hefði tilkynnt á fundi samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað að breska fjármálaeftirlitið hefði tekið ákvörðun um að 5 milljarða punda hámark yrði sett á innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi. Fundargerð af fundi hópsins frá 31. júlí 2008 var borin undir Ingimund þar sem þetta kom fram og sagðist hann ekki efast um að það væri rétt sem stæði í fundargerð. Hann sagðist þó ekki muna nákvæmlega hvernig hann hafi fengið upplýsingar um þetta hámark en það hafi ekki verið frá fyrstu hendi. Aðalmeðferð í máli Baldurs hófst á miðvikudag. Skýrsla var þá tekin af Baldri, sem er ákærður fyrir innherjasvik með því að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir stöðu sinnar vegna. Baldur seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. Baldur átti sæti í aðurnefndum samráðshópi. Eitt þeirra atriða sem tekið er fram í ákæru á hendur Baldri er að hann hafi vitað um ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um 5 milljarða hámarkið. Fyrir dómi á miðvikudag bar hann hins vegar að það væri ekki rétt að ákvörðun hefði verið tekin um þetta hámark heldur að það hafi aðeins komið til umræðu. Upphaflega stóð til að Ingimundur gæfi símaskýrslu þar sem hann er búsettur í Noregi en ákveðið var að boða hann fyrr dóminn þar sem ekki var vissa um að lagaheimildir væru fyrir því að hann gæfi aðeins skýrslu í gegn um síma. Í fundargerð samráðshópsins frá 31. júlí segir að þar hafi verið sérstaklega minnt á trúnaður gilti um að ákvörðun hefði verið tekin um 5 milljarða punda hámarkið á Icesave-reikningunum. Næsta vitni á dagskrá er Tryggvi Pálsson, forstöðumaður fjármálasviðs Seðlabankans. Á eftir honum ber vitni Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, þá Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans og loks Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Samráðshópurinn vissi um fyrirhugað hámark á Icesave-innistæður Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008. 2. mars 2011 13:57 Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30 Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á. 2. mars 2011 13:33 Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35
Samráðshópurinn vissi um fyrirhugað hámark á Icesave-innistæður Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008. 2. mars 2011 13:57
Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30
Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á. 2. mars 2011 13:33
Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20
Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57
Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent