Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Erla Hlynsdóttir skrifar 2. mars 2011 13:33 Bolli Þór Bollason. Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað, eða eftir á. Baldur bar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hafi haft samband við Bolla áður en hann seldi bréfin og rætt þá hugmynd við hann, sem Bolli hafi ekki sett sig gegn. Bolli segir hins vegar að hann hafi ekkert heyrt af sölu bréfa Baldurs fyrr en að henni lokinni. Bolli segir að þetta sé það veigamikið atriði að hann myndi sannarlega muna það ef Baldur hefði talað við hann um söluna fyrirfram. „Þetta var símtal þar sem hann skýrði mér frá því að hann hefði selt bréfin," sagði Bolli. „Ég man þetta sérstaklega því ég veit að ef ég hefði fengið símtal fyrir söluna þá hefði ég mælt gegn henni." Bolli átti sjálfur hlutabréf í íslensku bönkunum en sagði í dómsal að hann hefði metið stöðu sína þannig, þar sem hann var ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og fulltrúi í samaráðshópnum með aðgang að miklum upplýsingum sem lágu ekki á lausu, þá taldi hann „ef ekki lagalega þá allavega ekki siðferðislega" að hann gæti selt bréfin. Baldur er ákærður fyrir að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í eigin þágu þegar hann tók ákvörðun um að selja bréfin sín rétt fyrir hrun bankans. Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað, eða eftir á. Baldur bar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hafi haft samband við Bolla áður en hann seldi bréfin og rætt þá hugmynd við hann, sem Bolli hafi ekki sett sig gegn. Bolli segir hins vegar að hann hafi ekkert heyrt af sölu bréfa Baldurs fyrr en að henni lokinni. Bolli segir að þetta sé það veigamikið atriði að hann myndi sannarlega muna það ef Baldur hefði talað við hann um söluna fyrirfram. „Þetta var símtal þar sem hann skýrði mér frá því að hann hefði selt bréfin," sagði Bolli. „Ég man þetta sérstaklega því ég veit að ef ég hefði fengið símtal fyrir söluna þá hefði ég mælt gegn henni." Bolli átti sjálfur hlutabréf í íslensku bönkunum en sagði í dómsal að hann hefði metið stöðu sína þannig, þar sem hann var ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og fulltrúi í samaráðshópnum með aðgang að miklum upplýsingum sem lágu ekki á lausu, þá taldi hann „ef ekki lagalega þá allavega ekki siðferðislega" að hann gæti selt bréfin. Baldur er ákærður fyrir að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í eigin þágu þegar hann tók ákvörðun um að selja bréfin sín rétt fyrir hrun bankans.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35
Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57
Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51