Innlent

Íslendingum ráðið frá ferðalögum til Japan

MYND/AP
Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan að svo stöddu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir ennfremur að Íslendingum í Japan sé ráðlagt að forðast ferðalög til svæða í næsta nágrenni við Fukushima kjarnorkuverið.

„Þeir sem engu að síður hyggja á ferðalög til Japan eru beðnir um að láta ráðuneytið vita um ferðaáætlanir sínar,“ segir ennfremur en ráðuneytið ráðleggur fólki einnig að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, t.d. norrænu ríkjanna.

„Ráðuneytið hvetur Íslendinga í Japan til að fylgjast vel með fréttum og fyrirmælum þarlendra stjórnvalda. Varðandi ástand mála við kjarnorkuverið í Fukushima er jafnframt bent á upplýsingar frá Geislavörnum ríkisins.“

„Ráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókýó fylgjast áfram grannt með þróun mála og hafa samstarf við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins í Japan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×