Innlent

Forsetinn um Icesave: „Þetta er auðvitað miklu betri samningur“

Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali hjá Bloomberg í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali hjá Bloomberg í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að nýja Icesave samkomulagið sé miklu betra en það gamla. Þetta kemur fram í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í dag en Ólafur er nú staddur í Davos í Sviss á árlegri ráðstefnu World Economic Forum. Hann segir að Bretar og Hollendingar hafi nú fallist á málflutning Íslendinga þess efnis að fyrri samningurinn hafi verið ósanngjarn í grundvallaratriðum. „Þetta er auðvitað mikið betri samningur," segir Ólafur Ragnar.

Aðspurður hvort hann ætli að samþykkja væntanlegt lagafrumvarp um málið segir hann að af stjórnskipunarlegum ástæðum muni hann ekki tjá sig um það uns Alþingi hefur fengið nægilegan tíma til þess að fara yfir málið.

Ólafur ræðir líka um þáttöku Íslendinga í jarðvarmaverkefnum í Kína, Indlandi og í Rússlandi. „Kínverjar hafa ákveðið að gera Íslendinga að sínum aðal samstarfsaðilum á sviði jarðvarma og við höfum gert svipaðan samning við Indland. Þá erum við í viðræðum við Rússa auk fleiri ríkja," segir forsetinn, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×