Innlent

Lítil virkni í eldstöðinni í Grímssvötnum - jöklafarar þó varaðir við

Það er rólegt yfir eldstöðinni.
Það er rólegt yfir eldstöðinni.
Engin umbrot voru í eldstöðinni í Grímsvötnum í nótt, eins og varð í fyrrinótt, áður en gosið hjaðnaði niður.

Gosinu er þó ekki lokið og gæti kraumað í goskatlinum í nokkra daga eða jafnvel vikur til viðbótar.

Jöklafarar eru enn sterklega varaðir við að fara nálægt eldstöðinni því hún getur enn tekið við sér og spýtt upp úr sér stórgrýti.

Jarðvísindmenn munu fljúga yfir það fyrir hádegi.

Talið er að næsat eldgos verði í Heklu, og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali við Fréttablaðið, að það geti orðið hvenær sem er.

Hekla hafi verið að búa sig undir goss allt frá síðasta gosi, árið tvö þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×