Alls bárust 233 umsóknir í umsóknarferli Kraums tónlistarsjóðs sem lauk í síðustu viku. Aldrei fyrr hafa jafn margar umsóknir borist í umsóknarferli sjóðsins en á síðasta ári voru þær 193 talsins.
Flestar umsóknirnar sem bárust núna eru frá hljómsveitum og listamönnum sem sækja um stuðning og samstarf fyrir margvísleg verkefni sín á árinu. Má þar nefna tónleikahald, kynningu á verkum, lagasmíðar og plötugerð.
Frá því að Kraumur hóf starfsemi sína hafa yfir áttatíu flytjendur hlotið stuðning, þar á meðal Mugison, Bang Gang og Dikta.
Aldrei fleiri umsóknir

Mest lesið




Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa!
Lífið samstarf





„Best að vera allsber úti í náttúrunni“
Tíska og hönnun
