Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum 22. júlí 2011 07:14 Mynd: Jóhann K. Jóhannsson Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. Tilkynning um reyk frá húsinu, sem var mannlaust, barst rétt upp úr miðnætti og var allt lið Brunavarna Suðurlands kallað út, en húsin, sem eru vel á annað þúsund fermetrar að gólffleti, urðu alelda á innan við hálftíma. Slökkviliðsmenn sem hættu sér inn í húsið, urðu að forða sér út aftur undan æðandi eldtungum og ekki varð við neitt ráðið eftir að eldurinn læsti sig eftir þakinu, sem er úr eldfimu plasti. Gríðar mikinn svartan og eitraðan reik lagði upp af eldinum, en svo vel vildi til að logn var, og steig mökkurinn beint upp í loftið. Rauði krossinn mannaði fjöldamóttökustöð, ef rýma þyrfti nálæg hús, en ekki kom til þess. Þá var um tíma óttast að eldurinn læsti sig í mikinn trjágróður og bærist þannig um nálægt hverfi, en slökkviliðsmenn komu í veg fyrir það. Liðsauki var sendur af stað af höfuðborgarsvæðinu en var afturkallaður þegar ljóst varð að ekki yrði við neitt ráðið. Björgunarsveit var kölluð út til að aðstoða lögreglu og slökkvilið við að girða af svæðið og halda fólki frá vettvangi. Að sögn lögregluvarðstjóra á vettvangi var eldurinn svo magnaður að það hvæsti í honum með óhljóðum og af og til stóðu reykhvirflar upp af húsinu eins og hvirfilvindar. Hitinn var um tíma svo mikill að færa þurfti slökkvibíla fjær húsinu til að verja þá skemmdum. Stálbitar í loftum undust upp eins og lakkrísrör. Slökkvistarfi lauk um klukkan fjögur í nótt og stóð þá ekkert uppi nema steypt veggjabrot úr útveggjum. Eldsupptök eru ókunn, en rannsókn hefst með morgninum. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. Tilkynning um reyk frá húsinu, sem var mannlaust, barst rétt upp úr miðnætti og var allt lið Brunavarna Suðurlands kallað út, en húsin, sem eru vel á annað þúsund fermetrar að gólffleti, urðu alelda á innan við hálftíma. Slökkviliðsmenn sem hættu sér inn í húsið, urðu að forða sér út aftur undan æðandi eldtungum og ekki varð við neitt ráðið eftir að eldurinn læsti sig eftir þakinu, sem er úr eldfimu plasti. Gríðar mikinn svartan og eitraðan reik lagði upp af eldinum, en svo vel vildi til að logn var, og steig mökkurinn beint upp í loftið. Rauði krossinn mannaði fjöldamóttökustöð, ef rýma þyrfti nálæg hús, en ekki kom til þess. Þá var um tíma óttast að eldurinn læsti sig í mikinn trjágróður og bærist þannig um nálægt hverfi, en slökkviliðsmenn komu í veg fyrir það. Liðsauki var sendur af stað af höfuðborgarsvæðinu en var afturkallaður þegar ljóst varð að ekki yrði við neitt ráðið. Björgunarsveit var kölluð út til að aðstoða lögreglu og slökkvilið við að girða af svæðið og halda fólki frá vettvangi. Að sögn lögregluvarðstjóra á vettvangi var eldurinn svo magnaður að það hvæsti í honum með óhljóðum og af og til stóðu reykhvirflar upp af húsinu eins og hvirfilvindar. Hitinn var um tíma svo mikill að færa þurfti slökkvibíla fjær húsinu til að verja þá skemmdum. Stálbitar í loftum undust upp eins og lakkrísrör. Slökkvistarfi lauk um klukkan fjögur í nótt og stóð þá ekkert uppi nema steypt veggjabrot úr útveggjum. Eldsupptök eru ókunn, en rannsókn hefst með morgninum.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira