Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum 22. júlí 2011 07:14 Mynd: Jóhann K. Jóhannsson Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. Tilkynning um reyk frá húsinu, sem var mannlaust, barst rétt upp úr miðnætti og var allt lið Brunavarna Suðurlands kallað út, en húsin, sem eru vel á annað þúsund fermetrar að gólffleti, urðu alelda á innan við hálftíma. Slökkviliðsmenn sem hættu sér inn í húsið, urðu að forða sér út aftur undan æðandi eldtungum og ekki varð við neitt ráðið eftir að eldurinn læsti sig eftir þakinu, sem er úr eldfimu plasti. Gríðar mikinn svartan og eitraðan reik lagði upp af eldinum, en svo vel vildi til að logn var, og steig mökkurinn beint upp í loftið. Rauði krossinn mannaði fjöldamóttökustöð, ef rýma þyrfti nálæg hús, en ekki kom til þess. Þá var um tíma óttast að eldurinn læsti sig í mikinn trjágróður og bærist þannig um nálægt hverfi, en slökkviliðsmenn komu í veg fyrir það. Liðsauki var sendur af stað af höfuðborgarsvæðinu en var afturkallaður þegar ljóst varð að ekki yrði við neitt ráðið. Björgunarsveit var kölluð út til að aðstoða lögreglu og slökkvilið við að girða af svæðið og halda fólki frá vettvangi. Að sögn lögregluvarðstjóra á vettvangi var eldurinn svo magnaður að það hvæsti í honum með óhljóðum og af og til stóðu reykhvirflar upp af húsinu eins og hvirfilvindar. Hitinn var um tíma svo mikill að færa þurfti slökkvibíla fjær húsinu til að verja þá skemmdum. Stálbitar í loftum undust upp eins og lakkrísrör. Slökkvistarfi lauk um klukkan fjögur í nótt og stóð þá ekkert uppi nema steypt veggjabrot úr útveggjum. Eldsupptök eru ókunn, en rannsókn hefst með morgninum. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. Tilkynning um reyk frá húsinu, sem var mannlaust, barst rétt upp úr miðnætti og var allt lið Brunavarna Suðurlands kallað út, en húsin, sem eru vel á annað þúsund fermetrar að gólffleti, urðu alelda á innan við hálftíma. Slökkviliðsmenn sem hættu sér inn í húsið, urðu að forða sér út aftur undan æðandi eldtungum og ekki varð við neitt ráðið eftir að eldurinn læsti sig eftir þakinu, sem er úr eldfimu plasti. Gríðar mikinn svartan og eitraðan reik lagði upp af eldinum, en svo vel vildi til að logn var, og steig mökkurinn beint upp í loftið. Rauði krossinn mannaði fjöldamóttökustöð, ef rýma þyrfti nálæg hús, en ekki kom til þess. Þá var um tíma óttast að eldurinn læsti sig í mikinn trjágróður og bærist þannig um nálægt hverfi, en slökkviliðsmenn komu í veg fyrir það. Liðsauki var sendur af stað af höfuðborgarsvæðinu en var afturkallaður þegar ljóst varð að ekki yrði við neitt ráðið. Björgunarsveit var kölluð út til að aðstoða lögreglu og slökkvilið við að girða af svæðið og halda fólki frá vettvangi. Að sögn lögregluvarðstjóra á vettvangi var eldurinn svo magnaður að það hvæsti í honum með óhljóðum og af og til stóðu reykhvirflar upp af húsinu eins og hvirfilvindar. Hitinn var um tíma svo mikill að færa þurfti slökkvibíla fjær húsinu til að verja þá skemmdum. Stálbitar í loftum undust upp eins og lakkrísrör. Slökkvistarfi lauk um klukkan fjögur í nótt og stóð þá ekkert uppi nema steypt veggjabrot úr útveggjum. Eldsupptök eru ókunn, en rannsókn hefst með morgninum.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira