Innlent

Franskur ofurhugi stekkur fram af fossbrún

Franskur ofurhugi stökk fram af brún fossins Drífanda undir Eyjafjöllum fyrir nokkrum dögum. Fossinn er rúmlega 100 metra hár og þurfti hann að hafa snör handtök við að opna fallhlífina. Væri það ógert tæki fallið aðeins fimm sekúndur.

Allt fór þetta vel og verður hægt að sjá þegar Frakkanum er fylgt eftir í æsispennandi ævintýraferð um Ísland í þættinum Íslandi í dag í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×