Enski boltinn

Liverpool á eftir N‘Zogbia

Er N'Zogbia á leiðinni til Liverpool?
Er N'Zogbia á leiðinni til Liverpool? Getty Images

Liverpool er í viðræðum við Wigan Athletic um kaup á franska vængmanninum Charles N'Zogbia. Talið er að Liverpool sé tilbúið til að reiða fram 7,5 milljónum punda til að klófesta leikmanninn.

N'Zogbia er ósáttur hjá Wigan og vill fara til stærra liðs. Umboðsmaður hans, Paul Stretford, er náin vinur Kenny Daglish, knattspyrnustjóra Liverpool og það þykir gefa orðrómnum byr undir báða vængi.

Wigan gæti þó reynt að halda í N'Zogbia þar til í sumar enda er hann lykilleikmaður hjá Wigan sem er í harði fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.