Tæplega 1.100 bíða eftir félagslegri íbúð 24. nóvember 2011 06:00 Langflestir þeirra sem eru á biðlista í Reykjavík og uppfylla skilyrði um sérstakar húsaleigubætur óska eftir 1 til 2 herbergja íbúð. Nær 1.100 manns bíða eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Um síðustu mánaðamót biðu 706 eftir félagsíbúð í Reykjavík en af þeim uppfylla 412 skilyrði um að gerast leigutakar hjá Félagsbústöðum. Langflestir þessara 412 umsækjenda, eða 349 manns, bíða eftir eins til tveggja herbergja íbúð. Ekki eiga þó allir á biðlistanum hjá Félagsbústöðum rétt á að fá félagslega leiguíbúð. „Fólk kemst inn á listann ef það er undir skilgreindum tekju- og eignamörkum. Síðan eru félagslegar og fjárhagslegar aðstæður umsækjenda greindar og atvinnuaðstæður kannaðar. Ef viðkomandi uppfyllir skilyrði um sérstakar húsaleigubætur getur hann fengið leigt hjá okkur. Hinir fá að vera inni á listanum en ef aðstæður þeirra breytast ekki eru ekki líkur á úthlutun félagslegrar íbúðar,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Félagsbústaðir eiga nú 2.150 íbúðir en af þeim eru 312 svokallaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Lítið hefur verið keypt af íbúðum frá hruni eða aðeins fjórar til fimm á ári að meðaltali. Engar íbúðir eru í framleigu á vegum Félagsbústaða, að því er Sigurður greinir frá. Hann getur þess að ekki hafi fjölgað á biðlistanum á undanförnum árum. „Það er vegna þess að íbúðum hefur fjölgað á almenna markaðnum og fólk hefur getað notað almennu og sérstöku húsaleigubæturnar til þess að leigja á honum.“ Í Kópavogi eru 256 á biðlista eftir félagslegu húsnæði en leiguíbúðir í eigu bæjarins eru 385. Engar íbúðir eru í framleigu, að sögn Örnu Schram upplýsingafulltrúa. Kópavogsbær hefur keypt og byggt 88 félagslegar íbúðir á undanförnum fimm árum. Í Hafnarfirði er 131 á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð. Hafnarfjarðarbær á 227 leiguíbúðir og framleigir 11 íbúðir. Undanfarin fimm ár hefur bærinn keypt tíu íbúðir á ári. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, segir að á undanförnum árum hafi fækkað á biðlistanum með tilkomu sérstakra bóta. „Sumir kjósa frekar að fá sérstakar húsaleigubætur og leigja á almennum markaði en að fara í leiguíbúð hjá Hafnarfjarðarbæ.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Nær 1.100 manns bíða eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Um síðustu mánaðamót biðu 706 eftir félagsíbúð í Reykjavík en af þeim uppfylla 412 skilyrði um að gerast leigutakar hjá Félagsbústöðum. Langflestir þessara 412 umsækjenda, eða 349 manns, bíða eftir eins til tveggja herbergja íbúð. Ekki eiga þó allir á biðlistanum hjá Félagsbústöðum rétt á að fá félagslega leiguíbúð. „Fólk kemst inn á listann ef það er undir skilgreindum tekju- og eignamörkum. Síðan eru félagslegar og fjárhagslegar aðstæður umsækjenda greindar og atvinnuaðstæður kannaðar. Ef viðkomandi uppfyllir skilyrði um sérstakar húsaleigubætur getur hann fengið leigt hjá okkur. Hinir fá að vera inni á listanum en ef aðstæður þeirra breytast ekki eru ekki líkur á úthlutun félagslegrar íbúðar,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Félagsbústaðir eiga nú 2.150 íbúðir en af þeim eru 312 svokallaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Lítið hefur verið keypt af íbúðum frá hruni eða aðeins fjórar til fimm á ári að meðaltali. Engar íbúðir eru í framleigu á vegum Félagsbústaða, að því er Sigurður greinir frá. Hann getur þess að ekki hafi fjölgað á biðlistanum á undanförnum árum. „Það er vegna þess að íbúðum hefur fjölgað á almenna markaðnum og fólk hefur getað notað almennu og sérstöku húsaleigubæturnar til þess að leigja á honum.“ Í Kópavogi eru 256 á biðlista eftir félagslegu húsnæði en leiguíbúðir í eigu bæjarins eru 385. Engar íbúðir eru í framleigu, að sögn Örnu Schram upplýsingafulltrúa. Kópavogsbær hefur keypt og byggt 88 félagslegar íbúðir á undanförnum fimm árum. Í Hafnarfirði er 131 á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð. Hafnarfjarðarbær á 227 leiguíbúðir og framleigir 11 íbúðir. Undanfarin fimm ár hefur bærinn keypt tíu íbúðir á ári. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, segir að á undanförnum árum hafi fækkað á biðlistanum með tilkomu sérstakra bóta. „Sumir kjósa frekar að fá sérstakar húsaleigubætur og leigja á almennum markaði en að fara í leiguíbúð hjá Hafnarfjarðarbæ.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira