Séra Örn biðst fyrirgefningar - vissi ekki að drengurinn væri ólögráða 26. janúar 2011 13:09 Örn Bárður Jónsson. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis frá því í gær þar sem greint var frá samskiptum hans og fimmtán ára gamals drengs. Séra Örn svaraði pósti frá drengnum með því að senda honum símanúmerið á Bráðamóttöku geðdeildar Landsspítalans. Hann segist ekki hafa vitað að hann væri í samskiptum við ólögráða einstakling og komst hann ekki að því fyrr en eftir á. „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi," segir Örn Bárður meðal annars í yfirlýsingunni sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing frá Erni Bárði Jónssyni: „Í samskiptum mínum við öfgatrúaða guðleysingja á vefnum hef ég ekki stundað rannsóknir á aldri þeirra sem þar birta ofsafengin, yfirdrifin og oft á tíðum tryllt viðbrögð við málflutningi mínum og annarra presta. Netverji, sem ekki í fyrsta sinn, sendi mér athugasemdir sínar, hafði nú látið fylgja lista yfir hundruð kvilla og þar með margar geðraskanir - samtals 569 orð yfir sjúkdóma! Slík viðbrögð mætti, meira að segja í mikilli hógværð, kalla ofgnótt (e. overkill) eða fáránleg (e. absúrd). Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væru lýsingar sem hann ætlaði sjálfum mér. Gegn slíkri rökleysu dugar stundum ekkert nema absúrd svar. Ég brá á það ráð að í stað þess að munnhöggvast við hann að senda honum einfaldlega upplýsingar af vefsíðunni já.is með símanúmerum Bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans. Í skeyti mínu var ekkert annað en úrklippa úr já.is, engin ummæli, ekki stakt orð. Þetta var auðvitað eins og hvert annað stílbragð í rökræðum, að koma með eitthvað, sem bendir mönnum á að framkoman sé nú komin út yfir allan þjófabálk. Í kjölfarið sendi ég honum svo póst og bauð honum að hitta mig og að hann mætti nefna stað og stund því ég vil gjarnan hitta fólk augliti til auglitis sem setur mál sitt fram með jafn öfgafullum hætti. Hann sagðist þá búa utan Reykjavíkur. Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára. Þegar það var ljóst sagðist ég mundu hafa samráð við foreldra hans um framhald viðræðna okkar þar sem hann væri ólögráða. Þær féllu þar með niður og þar stendur málið nú. Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi.“ Tengdar fréttir Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis frá því í gær þar sem greint var frá samskiptum hans og fimmtán ára gamals drengs. Séra Örn svaraði pósti frá drengnum með því að senda honum símanúmerið á Bráðamóttöku geðdeildar Landsspítalans. Hann segist ekki hafa vitað að hann væri í samskiptum við ólögráða einstakling og komst hann ekki að því fyrr en eftir á. „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi," segir Örn Bárður meðal annars í yfirlýsingunni sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing frá Erni Bárði Jónssyni: „Í samskiptum mínum við öfgatrúaða guðleysingja á vefnum hef ég ekki stundað rannsóknir á aldri þeirra sem þar birta ofsafengin, yfirdrifin og oft á tíðum tryllt viðbrögð við málflutningi mínum og annarra presta. Netverji, sem ekki í fyrsta sinn, sendi mér athugasemdir sínar, hafði nú látið fylgja lista yfir hundruð kvilla og þar með margar geðraskanir - samtals 569 orð yfir sjúkdóma! Slík viðbrögð mætti, meira að segja í mikilli hógværð, kalla ofgnótt (e. overkill) eða fáránleg (e. absúrd). Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væru lýsingar sem hann ætlaði sjálfum mér. Gegn slíkri rökleysu dugar stundum ekkert nema absúrd svar. Ég brá á það ráð að í stað þess að munnhöggvast við hann að senda honum einfaldlega upplýsingar af vefsíðunni já.is með símanúmerum Bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans. Í skeyti mínu var ekkert annað en úrklippa úr já.is, engin ummæli, ekki stakt orð. Þetta var auðvitað eins og hvert annað stílbragð í rökræðum, að koma með eitthvað, sem bendir mönnum á að framkoman sé nú komin út yfir allan þjófabálk. Í kjölfarið sendi ég honum svo póst og bauð honum að hitta mig og að hann mætti nefna stað og stund því ég vil gjarnan hitta fólk augliti til auglitis sem setur mál sitt fram með jafn öfgafullum hætti. Hann sagðist þá búa utan Reykjavíkur. Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára. Þegar það var ljóst sagðist ég mundu hafa samráð við foreldra hans um framhald viðræðna okkar þar sem hann væri ólögráða. Þær féllu þar með niður og þar stendur málið nú. Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi.“
Tengdar fréttir Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15