Himnesk frammistaða 26. janúar 2011 00:01 Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónleika sína á menningarhátíðinni Sydney Festival sem haldin er í Ástralíu um þessar mundir. Ólöf steig á svið á tónleikastaðnum The Famous Spiegeltent í garðinum Hyde Park og þótti standa sig einkar vel að mati blaðamanna The Sydney Morning Herald og The Daily Telegraph. „Með englarödd sinni og einföldum hljóðfæraleik virtist hún koma úr öðrum heimi. Þegar ég reyndi að smella mynd af henni uppi á sviði urðu til myndir sem höfðu yfir sér himneskan blæ,“ sagði í umsögn síðarnefnda blaðsins. Auk þess að syngja eigin lög, flest á íslensku, söng Ólöf nokkur þekkt lög eftir aðra sem hittu rækilega í mark. Þar má nefna I"m On Fire með Bruce Springsteen og Solitary Man með Neil Diamond. Blaðamaður The Sidney Morning Herald taldi flutning hennar á síðarnefnda laginu þann besta á tónleikunum. „Hún söng lagið eins og hún hefði nýlega uppgötvað það og gæti þar af leiðandi tengst því tilfinningalegum böndum.“ Stutt er síðan Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina Grinderman á tónleikum í Tasmaníu. Þar þótti hún eiga erfitt með að ná til fjöldans, öfugt við tónleikana á Sydney Festival. Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina CocoRosie á tónleikum í hinu fræga óperuhúsi í Sydney í gærkvöldi. Í kvöld heldur hún svo tónleika í borginni Melbourne, sem verða hennar síðustu á tónleikaferðalaginu um Ástralíu. - fb Hér fyrir ofan má sjá Ólöfu flytja lögin Crazy Car og Klara í upptökuveri útvarpsstöðvarinnar ABC Radio National í Sydney fyrir rúmri viku. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Hálfíslensk Zelda fær að skína á stóra skjánum Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Fleiri fréttir Hálfíslensk Zelda fær að skína á stóra skjánum Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónleika sína á menningarhátíðinni Sydney Festival sem haldin er í Ástralíu um þessar mundir. Ólöf steig á svið á tónleikastaðnum The Famous Spiegeltent í garðinum Hyde Park og þótti standa sig einkar vel að mati blaðamanna The Sydney Morning Herald og The Daily Telegraph. „Með englarödd sinni og einföldum hljóðfæraleik virtist hún koma úr öðrum heimi. Þegar ég reyndi að smella mynd af henni uppi á sviði urðu til myndir sem höfðu yfir sér himneskan blæ,“ sagði í umsögn síðarnefnda blaðsins. Auk þess að syngja eigin lög, flest á íslensku, söng Ólöf nokkur þekkt lög eftir aðra sem hittu rækilega í mark. Þar má nefna I"m On Fire með Bruce Springsteen og Solitary Man með Neil Diamond. Blaðamaður The Sidney Morning Herald taldi flutning hennar á síðarnefnda laginu þann besta á tónleikunum. „Hún söng lagið eins og hún hefði nýlega uppgötvað það og gæti þar af leiðandi tengst því tilfinningalegum böndum.“ Stutt er síðan Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina Grinderman á tónleikum í Tasmaníu. Þar þótti hún eiga erfitt með að ná til fjöldans, öfugt við tónleikana á Sydney Festival. Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina CocoRosie á tónleikum í hinu fræga óperuhúsi í Sydney í gærkvöldi. Í kvöld heldur hún svo tónleika í borginni Melbourne, sem verða hennar síðustu á tónleikaferðalaginu um Ástralíu. - fb Hér fyrir ofan má sjá Ólöfu flytja lögin Crazy Car og Klara í upptökuveri útvarpsstöðvarinnar ABC Radio National í Sydney fyrir rúmri viku.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Hálfíslensk Zelda fær að skína á stóra skjánum Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Fleiri fréttir Hálfíslensk Zelda fær að skína á stóra skjánum Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira