Himnesk frammistaða 26. janúar 2011 00:01 Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónleika sína á menningarhátíðinni Sydney Festival sem haldin er í Ástralíu um þessar mundir. Ólöf steig á svið á tónleikastaðnum The Famous Spiegeltent í garðinum Hyde Park og þótti standa sig einkar vel að mati blaðamanna The Sydney Morning Herald og The Daily Telegraph. „Með englarödd sinni og einföldum hljóðfæraleik virtist hún koma úr öðrum heimi. Þegar ég reyndi að smella mynd af henni uppi á sviði urðu til myndir sem höfðu yfir sér himneskan blæ,“ sagði í umsögn síðarnefnda blaðsins. Auk þess að syngja eigin lög, flest á íslensku, söng Ólöf nokkur þekkt lög eftir aðra sem hittu rækilega í mark. Þar má nefna I"m On Fire með Bruce Springsteen og Solitary Man með Neil Diamond. Blaðamaður The Sidney Morning Herald taldi flutning hennar á síðarnefnda laginu þann besta á tónleikunum. „Hún söng lagið eins og hún hefði nýlega uppgötvað það og gæti þar af leiðandi tengst því tilfinningalegum böndum.“ Stutt er síðan Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina Grinderman á tónleikum í Tasmaníu. Þar þótti hún eiga erfitt með að ná til fjöldans, öfugt við tónleikana á Sydney Festival. Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina CocoRosie á tónleikum í hinu fræga óperuhúsi í Sydney í gærkvöldi. Í kvöld heldur hún svo tónleika í borginni Melbourne, sem verða hennar síðustu á tónleikaferðalaginu um Ástralíu. - fb Hér fyrir ofan má sjá Ólöfu flytja lögin Crazy Car og Klara í upptökuveri útvarpsstöðvarinnar ABC Radio National í Sydney fyrir rúmri viku. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónleika sína á menningarhátíðinni Sydney Festival sem haldin er í Ástralíu um þessar mundir. Ólöf steig á svið á tónleikastaðnum The Famous Spiegeltent í garðinum Hyde Park og þótti standa sig einkar vel að mati blaðamanna The Sydney Morning Herald og The Daily Telegraph. „Með englarödd sinni og einföldum hljóðfæraleik virtist hún koma úr öðrum heimi. Þegar ég reyndi að smella mynd af henni uppi á sviði urðu til myndir sem höfðu yfir sér himneskan blæ,“ sagði í umsögn síðarnefnda blaðsins. Auk þess að syngja eigin lög, flest á íslensku, söng Ólöf nokkur þekkt lög eftir aðra sem hittu rækilega í mark. Þar má nefna I"m On Fire með Bruce Springsteen og Solitary Man með Neil Diamond. Blaðamaður The Sidney Morning Herald taldi flutning hennar á síðarnefnda laginu þann besta á tónleikunum. „Hún söng lagið eins og hún hefði nýlega uppgötvað það og gæti þar af leiðandi tengst því tilfinningalegum böndum.“ Stutt er síðan Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina Grinderman á tónleikum í Tasmaníu. Þar þótti hún eiga erfitt með að ná til fjöldans, öfugt við tónleikana á Sydney Festival. Ólöf hitaði upp fyrir hljómsveitina CocoRosie á tónleikum í hinu fræga óperuhúsi í Sydney í gærkvöldi. Í kvöld heldur hún svo tónleika í borginni Melbourne, sem verða hennar síðustu á tónleikaferðalaginu um Ástralíu. - fb Hér fyrir ofan má sjá Ólöfu flytja lögin Crazy Car og Klara í upptökuveri útvarpsstöðvarinnar ABC Radio National í Sydney fyrir rúmri viku.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira