Ekkert óvænt á Óskarnum 26. janúar 2011 00:00 Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kunngjörðar í gær. Fátt kom á óvart í vali bandarísku akademíunnar og raunar var allt eftir bókinni. The King's Speech leiðir kapphlaupið með tólf tilnefningar en True Grit fylgir fast á eftir með tíu. The Social Network er tilnefnd til átta. Það voru grínistinn Mo'Nique og Tom Sherack, forseti Akademíunnar, sem tilkynntu helstu tilnefningarnar en Mo'Nique hlaut sem kunnugt er Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki kvenna í fyrra. Og það þótti því við hæfi að hefja leik í þeim flokki fyrst. Amy Adams reyndist vera fyrsta nafnið sem dregið var upp úr hatti Akademíunnar en hún er tilnefnd fyrir leik sinn í hnefaleikamyndinni The Fighter. Melissa Leo var sömuleiðis tilnefnd í þessum flokki fyrir leik sinn í sömu mynd en þær stöllur munu berjast við Helenu Bonham Carter úr The King's Speech, Jacki Weaver úr Animal Kingdom og Hailee Steinfield sem þykir fara á kostum í True Grit. Aukaleikararnir í karlaflokki fylgdu á eftir en þar þykir Christian Bale úr títtnefndri The Fighter sigurstranglegastur. John Hawkes úr Winter's Bone, Jeremy Renner úr The Town, Mark Ruffalo úr The Kids Are All Right og Geoffrey Rush úr King's Speech eru einnig tilnefndir. En mesta spennan var eðlilega fyrir aðalhlutverkin. Þar kom kannski einna helst á óvart að Javier Bardem skyldi vera tilnefndur fyrir Biutiful og að kynnir Óskarsverðlaunanna í ár, James Franco, gæti verið í mikilli gleðivímu þegar hátíðin er á enda því hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í 127 Hours. Annað var nokkuð fyrirséð; Jeff Bridges hefur fengið glimrandi dóma fyrir kúrekamyndina True Grit, Jesse Eisenberg þykir frábær sem Mark Zuckerberg í The Social Network og Colin Firth er ekkert síðri sem Georg VI. í The King's Speech. Í leikkvennaflokknum var búið að gera ráð fyrir nafni Natalie Portman fyrir Black Swan og Nicole Kidman í Rabbit Hole. Þær tvær eru taldar sigurstranglegastar þótt Jennifer Lawrence úr Winter's Bone, Annette Bening úr The Kids Are All Right og Michelle Williams úr Blue Valentine gætu veitt þeim harða samkeppni. Líkt og í fyrra voru tíu myndir tilnefndar í flokknum besta myndin. Toy Story 3 er eina teiknimyndin í þeim flokki en auk hennar munu Black Swan, The Fighter, Inception, The Kids Are All Right, The King's Speech, 127 Hours, The Social Network, True Grit og Winter's Bone keppa um styttuna góðu sem verður afhent hinn 27. febrúar í Kodak-höllinni. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kunngjörðar í gær. Fátt kom á óvart í vali bandarísku akademíunnar og raunar var allt eftir bókinni. The King's Speech leiðir kapphlaupið með tólf tilnefningar en True Grit fylgir fast á eftir með tíu. The Social Network er tilnefnd til átta. Það voru grínistinn Mo'Nique og Tom Sherack, forseti Akademíunnar, sem tilkynntu helstu tilnefningarnar en Mo'Nique hlaut sem kunnugt er Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki kvenna í fyrra. Og það þótti því við hæfi að hefja leik í þeim flokki fyrst. Amy Adams reyndist vera fyrsta nafnið sem dregið var upp úr hatti Akademíunnar en hún er tilnefnd fyrir leik sinn í hnefaleikamyndinni The Fighter. Melissa Leo var sömuleiðis tilnefnd í þessum flokki fyrir leik sinn í sömu mynd en þær stöllur munu berjast við Helenu Bonham Carter úr The King's Speech, Jacki Weaver úr Animal Kingdom og Hailee Steinfield sem þykir fara á kostum í True Grit. Aukaleikararnir í karlaflokki fylgdu á eftir en þar þykir Christian Bale úr títtnefndri The Fighter sigurstranglegastur. John Hawkes úr Winter's Bone, Jeremy Renner úr The Town, Mark Ruffalo úr The Kids Are All Right og Geoffrey Rush úr King's Speech eru einnig tilnefndir. En mesta spennan var eðlilega fyrir aðalhlutverkin. Þar kom kannski einna helst á óvart að Javier Bardem skyldi vera tilnefndur fyrir Biutiful og að kynnir Óskarsverðlaunanna í ár, James Franco, gæti verið í mikilli gleðivímu þegar hátíðin er á enda því hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í 127 Hours. Annað var nokkuð fyrirséð; Jeff Bridges hefur fengið glimrandi dóma fyrir kúrekamyndina True Grit, Jesse Eisenberg þykir frábær sem Mark Zuckerberg í The Social Network og Colin Firth er ekkert síðri sem Georg VI. í The King's Speech. Í leikkvennaflokknum var búið að gera ráð fyrir nafni Natalie Portman fyrir Black Swan og Nicole Kidman í Rabbit Hole. Þær tvær eru taldar sigurstranglegastar þótt Jennifer Lawrence úr Winter's Bone, Annette Bening úr The Kids Are All Right og Michelle Williams úr Blue Valentine gætu veitt þeim harða samkeppni. Líkt og í fyrra voru tíu myndir tilnefndar í flokknum besta myndin. Toy Story 3 er eina teiknimyndin í þeim flokki en auk hennar munu Black Swan, The Fighter, Inception, The Kids Are All Right, The King's Speech, 127 Hours, The Social Network, True Grit og Winter's Bone keppa um styttuna góðu sem verður afhent hinn 27. febrúar í Kodak-höllinni. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira