Erindi Hönnuh Arendt við samtímann 27. apríl 2011 11:30 Sigríður Þorgeirsdóttir er meðal þeirra sem halda erindi á tveggja daga ráðstefnu um Hönnuh Arendt sem hefst í dag. Fréttablaðið/Valli Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði. Hannah Arendt fæddist áríð 1906 í Þýskalandi en flúði til Bandaríkjanna 1941 og lést þar árið 1976. Eftir hamfarir seinni heimsstyrjaldar varð hún fyrst til að gera ítarlega rannsókn á hugmyndafræði alræðis í nasisma og stalínisma. Meginviðfangsefni hennar var síðan hrun ríkjandi hugmyndakerfa og kreppa í stjórnmálum. Sigríður segir heimspeki Arendt eiga vel við enn í dag. „Hannah Arendt byrjar að skrifa um stjórnmál að lokinni seinni heimsstyrjöldinni en þá var hún að velta fyrir sér hvers vegna alræði hefði komist á í Þýskalandi og Sovétríkjunum. Í framhaldi fer hún að velta fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að pólitík verði eyðileggingu að bráð líkt og gerðist þar. Hönnuh mat var að pólitík þrifist ekki í samfélagi nema þar færi fram virk samræða með þátttöku borgaranna, þar væru góðar stofnanir, þing og virkir borgarar.“ Þessi vísdómur er sígildur, bendir Sigríður á, og heimfærist vel á þá tíma sem við lifum í eftirmálum hrunsins. Á daginn hafi komið að almenningur hafi verið illa upplýstur í aðdraganda þess og illu heilli ekki getað veitt fjármálastofnunum gagnrýnið aðhald. Norrænir, þýskir og bandarískir Arendt-fræðingar munu halda erindi á ráðstefnunni, sem styrkt er af Goethe Institut og stendur frá 13 til 17 í dag og á morgun. Hún er öllum opin og má nálgast dagskrá hennar á vef Eddu öndvegissetursins edda.hi.is. -sbt Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði. Hannah Arendt fæddist áríð 1906 í Þýskalandi en flúði til Bandaríkjanna 1941 og lést þar árið 1976. Eftir hamfarir seinni heimsstyrjaldar varð hún fyrst til að gera ítarlega rannsókn á hugmyndafræði alræðis í nasisma og stalínisma. Meginviðfangsefni hennar var síðan hrun ríkjandi hugmyndakerfa og kreppa í stjórnmálum. Sigríður segir heimspeki Arendt eiga vel við enn í dag. „Hannah Arendt byrjar að skrifa um stjórnmál að lokinni seinni heimsstyrjöldinni en þá var hún að velta fyrir sér hvers vegna alræði hefði komist á í Þýskalandi og Sovétríkjunum. Í framhaldi fer hún að velta fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að pólitík verði eyðileggingu að bráð líkt og gerðist þar. Hönnuh mat var að pólitík þrifist ekki í samfélagi nema þar færi fram virk samræða með þátttöku borgaranna, þar væru góðar stofnanir, þing og virkir borgarar.“ Þessi vísdómur er sígildur, bendir Sigríður á, og heimfærist vel á þá tíma sem við lifum í eftirmálum hrunsins. Á daginn hafi komið að almenningur hafi verið illa upplýstur í aðdraganda þess og illu heilli ekki getað veitt fjármálastofnunum gagnrýnið aðhald. Norrænir, þýskir og bandarískir Arendt-fræðingar munu halda erindi á ráðstefnunni, sem styrkt er af Goethe Institut og stendur frá 13 til 17 í dag og á morgun. Hún er öllum opin og má nálgast dagskrá hennar á vef Eddu öndvegissetursins edda.hi.is. -sbt
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira