Innlent

Ríkiskaup auglýsa Efri-Brú

Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í húseignir og 37 hektara land að Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsakosturinn samanstendur af gisti- og þjónustumiðstöð og sambyggðu íbúðarhúsi, þremur parhúsum og tveimur íbúðarhúsum, samtals rúmlega 1.400 fermetrar að stærð, auk útihúsa.

Ríkið keypti Efri-Brú árið 2003 undir starfsemi Byrgisins. Þar var áður rekin ferðaþjónusta. Þegar Byrgið var lagt niður 2007 fékk Götusmiðjan aðstöðu að Efri-Brú. Á síðasta ári var starfsemi hennar leyst upp.

Fasteignamat eignanna er rúmar hundrað milljónir og brunabótamat rúmlega 350 milljónir.- bþs



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×