Innlent

Síminn harmar lögbrot

SB skrifar
Í tilkynningu frá Símanum harmar fyrirtækið að hafa nýtt upplýsingar um viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja í markaðslegum tilgangi. Fyrirtækið ætli að tryggja að slíkt brot endurtaki sig ekki.

„Síminn hefur viðurkennt að hafa nýtt fjarskiptaumferðarupplýsingar í markaðslegum tilgangi og hefur unnið með eftirlitsstofnunum að því að upplýsa málið frá því það kom upp. Síminn harmar að hafa nýtt fjarskiptaumferðarupplýsingar með þeim hætti sem gert var," segir í tilkynningunni.

Þar segir jafnframt:

„Persónuvernd hefur tilkynnt Símanum að stofnunin hefði í hyggju að kæra fyrirtækið vegna ólögmætrar notkunar samtengiupplýsinga. Um er að ræða sama mál og kom upp síðast liðið vor við bráðabirgðaúrskurð Samkeppniseftirlits og ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Síminn hefur í kjölfar þessa máls farið rækilega yfir alla verkferla innan fyrirtækisins til að tryggja að atvik af þessu tagi endurtaki sig ekki."

Vísir hefur fjallað um úrskurð Persónuverndar í dag en þetta er í fyrsti skipti í sögu Persónuverndar sem stofnunin telur ástæðu til að kæra mál til lögreglunnar. Síminn safnaði upplýsingum um þúsundi viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja, meðal annars stórnotenda Nova og voru nöfn þeirra, heimilsföng, starfsheiti og upplýsingar um símtöl geymd í sérstökum gagnagrunni.

Málið komst upp þegar Nova kærði Símann til Samkeppniseftirlitsins og húsleit var gerð í höfuðstöðvum Símans. Póst og fjarskiptastofnun vísaði svo málinu til Persónuverndar sem hefur nú kært Símann til lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Síminn kærður til lögreglu - njósnuðu um viðskiptavini Nova

Síminn safnaði viðkvæmum persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja. Persónuvernd hefur kært Símann til lögreglunnar. Samkeppniseftirlitið gerði húsleitir hjá Símanum og fundust listar með upplýsingum um mörg þúsund viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.