Síminn kærður til lögreglu - njósnuðu um viðskiptavini Nova SB skrifar 21. janúar 2011 09:57 Sævar Þráinsson, forstjóri Símans. Síminn safnaði viðkvæmum persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja. Persónuvernd hefur kært Símann til lögreglunnar. Samkeppniseftirlitið gerði húsleitir hjá Símanum og fundust listar með upplýsingum um mörg þúsund viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja. Á listunum koma fram heimilisföng, kennitölur og jafnvel starfsheiti viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja. Í úrskurði Persónuverndar sem sjá má á heimasíðu stofnunarinnar er sérstaklega talað um Nova og að markmið Símans hafi verið að ná svokölluðum "stórnotendum" frá fyrirtækinu. Á listunum eru upplýsingar um fjölda símtala hvers og eins, lengd símtala í sekúndum og lengd meðalsímtala fólks. Nova kvartaði til Samkeppniseftirlitsins gruns um markaðsmisnotkunar. Framkvæmd var húsleit í höfuðstöðvum Símans og sagði þá Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, að starfsfólki væri brugðið. „Við erum 104 ára gamalt fyrirtæki og leggjum mikla áherslu á að fara eftir lögum og reglum," sagði Sævar.Viðurkenna brot „Gögn málsins gefa til kynna að Síminn hafi gripið til umfangsmikilla markaðsaðgerða sem beindust að öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangurinn var markvisst sá að ná frá félögunum mikilvægum viðskiptavinum með óeðlilegri notkun á trúnaðarupplýsingum sem ekki ber að nota í markaðslegum tilgangi. Síminn hefur viðurkennt að umrædd notkun á framangreindum upplýsingum hafi ekki verið lögum samkvæmt," segir í úrskurði Persónuverndar. Bæði Samkeppniseftirlitið og Póst og fjarskiptastofnun hafa haft málið til umfjöllunar og vísaði Póst og fjarskiptastofnun hluta málsins til Persónuverndar. Í úrskurðinum kemur fram að Póst og fjarskiptastofnun hafni "veikburða og fjarstæðukenndum málatilbúnaði Símans" í málinu. Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að "sú aðgerð Símans að nota samtengiupplýsingar um aðra viðskiptavini en sína eigin, og samkeyra þær við aðrar skrár til að búa til lista til nota í markaðslegum og fjárhagslegum tilgangi, var heimildarlaus og braut gegn ákvæðum laga nr. 77/200". Persónuvernd ákveður því að kæra málið til lögreglu. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Síminn safnaði viðkvæmum persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja. Persónuvernd hefur kært Símann til lögreglunnar. Samkeppniseftirlitið gerði húsleitir hjá Símanum og fundust listar með upplýsingum um mörg þúsund viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja. Á listunum koma fram heimilisföng, kennitölur og jafnvel starfsheiti viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja. Í úrskurði Persónuverndar sem sjá má á heimasíðu stofnunarinnar er sérstaklega talað um Nova og að markmið Símans hafi verið að ná svokölluðum "stórnotendum" frá fyrirtækinu. Á listunum eru upplýsingar um fjölda símtala hvers og eins, lengd símtala í sekúndum og lengd meðalsímtala fólks. Nova kvartaði til Samkeppniseftirlitsins gruns um markaðsmisnotkunar. Framkvæmd var húsleit í höfuðstöðvum Símans og sagði þá Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, að starfsfólki væri brugðið. „Við erum 104 ára gamalt fyrirtæki og leggjum mikla áherslu á að fara eftir lögum og reglum," sagði Sævar.Viðurkenna brot „Gögn málsins gefa til kynna að Síminn hafi gripið til umfangsmikilla markaðsaðgerða sem beindust að öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangurinn var markvisst sá að ná frá félögunum mikilvægum viðskiptavinum með óeðlilegri notkun á trúnaðarupplýsingum sem ekki ber að nota í markaðslegum tilgangi. Síminn hefur viðurkennt að umrædd notkun á framangreindum upplýsingum hafi ekki verið lögum samkvæmt," segir í úrskurði Persónuverndar. Bæði Samkeppniseftirlitið og Póst og fjarskiptastofnun hafa haft málið til umfjöllunar og vísaði Póst og fjarskiptastofnun hluta málsins til Persónuverndar. Í úrskurðinum kemur fram að Póst og fjarskiptastofnun hafni "veikburða og fjarstæðukenndum málatilbúnaði Símans" í málinu. Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að "sú aðgerð Símans að nota samtengiupplýsingar um aðra viðskiptavini en sína eigin, og samkeyra þær við aðrar skrár til að búa til lista til nota í markaðslegum og fjárhagslegum tilgangi, var heimildarlaus og braut gegn ákvæðum laga nr. 77/200". Persónuvernd ákveður því að kæra málið til lögreglu.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira