Fær bætur frá ríkinu vegna valdbeitingar við þvagsýnatöku Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júlí 2011 12:00 Frá Selfossi. Mynd/GVA Kona sem þvinguð var í þvagsýnatöku af lögreglunni á Selfossi árið 2007 hefur náð sátt við íslenska ríkið sem felur í sér viðurkenningu ríkisins á mistökum og greiðslu skaðabóta til konunnar. María Bergsdóttir var í mars 2007 stöðvuð af lögreglunni á Selfossi grunuð um ölvun við akstur. Tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Hún var síðan í febrúar 2008 dæmd fyrir ölvun við akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti. Valdbeiting við sýnatökuna með þvaglegg þótti umdeild á sínum tíma. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu í frumkvæðisathugun að lögreglan á Selfossi hefði hugsanlega brotið á mannréttindum konunnar. Í bréfi umboðsmanns, sem var beint til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kom fram að lögreglan á Selfossi hefði ekki gætt meðalhófsreglunnar auk þess sem lögreglan hafi hugsanlega gerst brotleg við 3. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en ákvæðið kveður á um að engan megi beita pyndingum né annarri „ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð" eða refsingu. Konan krafðist skaðabóta frá ríkinu vegna þessar vansæmandi meðferðar sem hún þurfti að sæta af hálfu lögreglunnar á Selfossi og hefur nú náð samkomulagi við ríkið, að sögn Jóns Egilssonar, lögmanns hennar. Jón segir að konan sé mjög þakklát fyrir aðkomu umboðsmanns Alþingis að málinu sem hafði að eigin frumkvæði afskipti af því. Þá segir hann konuna þakkláta Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hafi gefið sér tíma til að hitta hana. Sátt náðist um greiðslu bótanna hinn 5. júlí síðastliðinn en Jón segir fjárhæð bótanna trúnaðarmál. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Kona sem þvinguð var í þvagsýnatöku af lögreglunni á Selfossi árið 2007 hefur náð sátt við íslenska ríkið sem felur í sér viðurkenningu ríkisins á mistökum og greiðslu skaðabóta til konunnar. María Bergsdóttir var í mars 2007 stöðvuð af lögreglunni á Selfossi grunuð um ölvun við akstur. Tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Hún var síðan í febrúar 2008 dæmd fyrir ölvun við akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti. Valdbeiting við sýnatökuna með þvaglegg þótti umdeild á sínum tíma. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu í frumkvæðisathugun að lögreglan á Selfossi hefði hugsanlega brotið á mannréttindum konunnar. Í bréfi umboðsmanns, sem var beint til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kom fram að lögreglan á Selfossi hefði ekki gætt meðalhófsreglunnar auk þess sem lögreglan hafi hugsanlega gerst brotleg við 3. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en ákvæðið kveður á um að engan megi beita pyndingum né annarri „ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð" eða refsingu. Konan krafðist skaðabóta frá ríkinu vegna þessar vansæmandi meðferðar sem hún þurfti að sæta af hálfu lögreglunnar á Selfossi og hefur nú náð samkomulagi við ríkið, að sögn Jóns Egilssonar, lögmanns hennar. Jón segir að konan sé mjög þakklát fyrir aðkomu umboðsmanns Alþingis að málinu sem hafði að eigin frumkvæði afskipti af því. Þá segir hann konuna þakkláta Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hafi gefið sér tíma til að hitta hana. Sátt náðist um greiðslu bótanna hinn 5. júlí síðastliðinn en Jón segir fjárhæð bótanna trúnaðarmál. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira