Sérsveit lögreglunnar og lögreglan á Suðurnesjum höfðu afskipti af manni í Sandgerði í dag.
Maðurinn hafði ógnað fólki með hníf í einhverskonar heimiliserjum sem höfðu farið úr böndunum. Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar og bíður yfirheyrslu. Hann var í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn, að sögn lögreglu.
Einungis fáeinir dagar eru síðan lögreglan á Suðurnesjum og sérsveitin höfðu afskipti af manni í Grindavík en það var líka vegna heimiliserja.
Sérsveitin kölluð út vegna hnífamanns í Sandgerði
Jón Hákon Halldórsson skrifar
