Fréttaskýring: Vinsæll á ný eftir tvær Icesave-synjanir Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. febrúar 2011 20:00 Landkynningartímabil íslenskra forseta hófst í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Ólafur Ragnar Grímsson lagði íslenskum fyrirtækjum gjarnan lið í útrás sinni, en leið fyrir þann stuðning eftir hrun. Hér opnar hann með Björgólfi Guðmundssyni viðskiptaskrifstofu Landsbankans í Winnipeg í Kanada vorið 2007.Mynd/Landsbankinn Þrír fyrstu forsetar lýðveldisins hreyfðu sig varla út fyrir landsteinana. Landkynningartímabil forseta hefst í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Kosning Ólafs Ragnars Grímssonar markar skil í sögu embættisins að mati sagnfræðings. Þáttaskil verða í sögu embættis forseta Íslands með Ólafi Ragnari Grímssyni, að mati Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings. „Embættið hefur gjörbreyst í forsetatíð Ólafs Ragnars," segir hann, en því hefur jafnvel verið haldið fram eftir að forsetinn ákvað í fyrradag að vísa þriðju Icesave-samningunum til þjóðarinnar að hann sé orðinn valdamesti maður íslenskra stjórnmála. Má í því samhengi nefna þá túlkun forsetans að eftir að þjóðin hafnaði fyrri samningum hefði þurft alþingiskosningar til þess að Alþingi gæti afgreitt málið frá sér á ný, án aðkomu þjóðarinnar.Guðni bendir á að fyrri forsetar, einkum Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn, hafi verið ópólitískir og frekar litið á það sem hlutverk sitt að hlúa að íslenskri menningu og vera svokallað sameiningartákn. „Ásgeir Ásgeirsson og Sveinn Björnsson voru sama sinnis en létu þó aðeins taka til sín á stjórnmálasviðinu, en fyrst og fremst þegar kom að stjórnarmyndunum." Hann segir að reyndar hafi bæði Vigdís og Kristján líka látið til sín taka við stjórnarmyndanir, en þá vegna þess að þau hafi neyðst til frekar en vegna þess að þau hafi sýnt því einhvern áhuga. Guðni áréttar þó að þeir fjórir forsetar sem setið hafi á Bessastöðum á undan Ólafi Ragnari Grímssyni hafi verið eins misjafnir og þeir voru margir. „En í sögu forsetaembættisins eru stóru þáttaskilin hins vegar á milli þeirra og Ólafs Ragnars. Hann er miklu virkari í innlendri stjórnmálabaráttu og á alþjóðavettvangi og er allt öðruvísi forseti en fyrirrennararnir." Guðni segir vitanlega þurfa að taka breytta tíma með í reikninginn en breytingin á embættinu sé fyrst og fremst til komin vegna ákvarðana Ólafs Ragnars. „Hann hefur breytt íslenskri stjórnskipan." Ólafur Ragnar hefur í embættisverkum sínum veitt stuðning fyrirtækjum sem hafa viljað hasla sér völl á erlendri grundu, en sker sig þó ekki alveg úr í þeim efnum. „Vigdís varð svona landkynningarforseti, bæði í krafti þess hversu mikla athygli kjör hennar vakti og að hún var glæstur fulltrúi lands og þjóðar. Svo var auðvitað þessi alþjóðavæðing íslensk efnahagslífs að hefjast í hennar tíð. Það var auðvitað allt öðruvísi en í tíð Kristjáns Eldjárns, Ásgeirs og Sveins, sem fóru varla út fyrir landsteinana," segir hann. En þótt landkynningartímabil forsetaembættisins hafi hafist í tíð Vigdísar bendir Guðni á að ákafi Ólafs Ragnars í stuðningi við útrásina hafi valdið honum töluverðum vanda eftir hrun. „Hann átti dálítið undir högg að sækja í almennri umræðu og þurfti að viðurkenna að honum hefði orðið á í messunni. En eftir að hafa nú í tvígang tekið fram fyrir hendurnar á Alþingi og ríkisstjórninni hefur hann áunnið sér vinsældir almennings á nýjan leik."Hvað varðar synjunarvald og stöðu forseta gagnvart þinginu segir Guðni að allir fyrri forsetar hafi litið svo á að þetta vald væri til staðar í stjórnarskrá, en enginn þeirra hafi beitti því. „Vigdís lagðist reyndar undir feld 1993 og í hennar huga var ekkert sjálfgefið að hún skrifaði undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Guðni, en niðurstaða Vigdísar var að með hliðsjón af því hvernig embættið hefði þróast væri það ekki í hennar verkahring að synja lögum staðfestingar. „Sveinn Björnsson komst svo að orði að þjóðhöfðingjavaldið væri þingbundið og því settar þær skorður að þingið réði." Þá bendir Guðni á að stjórnarskrá lýðveldisins hafi einungis verið hugsuð til bráðabirgða og því sé kaflinn um þjóðhöfðingja um margt óskýr. „Hún var samin í skugga stríðsins og einhugur um að gera á henni sem minnstar breytingar, því menn óttuðust að allt færi í háaloft ef menn færu að rífast um stjórnarskrána, á tíma þegar ráðamönnum fannst mikilsverðast að sýna fram á einhug þjóðarinnar." Fyrir lýðveldisstofnun hafði konungur hér í stjórnarskrá að formi til algjört neitunarvald, en í lýðveldisstjórnarskránni var því breytt í málskotsrétt forseta. Icesave Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Þrír fyrstu forsetar lýðveldisins hreyfðu sig varla út fyrir landsteinana. Landkynningartímabil forseta hefst í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Kosning Ólafs Ragnars Grímssonar markar skil í sögu embættisins að mati sagnfræðings. Þáttaskil verða í sögu embættis forseta Íslands með Ólafi Ragnari Grímssyni, að mati Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings. „Embættið hefur gjörbreyst í forsetatíð Ólafs Ragnars," segir hann, en því hefur jafnvel verið haldið fram eftir að forsetinn ákvað í fyrradag að vísa þriðju Icesave-samningunum til þjóðarinnar að hann sé orðinn valdamesti maður íslenskra stjórnmála. Má í því samhengi nefna þá túlkun forsetans að eftir að þjóðin hafnaði fyrri samningum hefði þurft alþingiskosningar til þess að Alþingi gæti afgreitt málið frá sér á ný, án aðkomu þjóðarinnar.Guðni bendir á að fyrri forsetar, einkum Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn, hafi verið ópólitískir og frekar litið á það sem hlutverk sitt að hlúa að íslenskri menningu og vera svokallað sameiningartákn. „Ásgeir Ásgeirsson og Sveinn Björnsson voru sama sinnis en létu þó aðeins taka til sín á stjórnmálasviðinu, en fyrst og fremst þegar kom að stjórnarmyndunum." Hann segir að reyndar hafi bæði Vigdís og Kristján líka látið til sín taka við stjórnarmyndanir, en þá vegna þess að þau hafi neyðst til frekar en vegna þess að þau hafi sýnt því einhvern áhuga. Guðni áréttar þó að þeir fjórir forsetar sem setið hafi á Bessastöðum á undan Ólafi Ragnari Grímssyni hafi verið eins misjafnir og þeir voru margir. „En í sögu forsetaembættisins eru stóru þáttaskilin hins vegar á milli þeirra og Ólafs Ragnars. Hann er miklu virkari í innlendri stjórnmálabaráttu og á alþjóðavettvangi og er allt öðruvísi forseti en fyrirrennararnir." Guðni segir vitanlega þurfa að taka breytta tíma með í reikninginn en breytingin á embættinu sé fyrst og fremst til komin vegna ákvarðana Ólafs Ragnars. „Hann hefur breytt íslenskri stjórnskipan." Ólafur Ragnar hefur í embættisverkum sínum veitt stuðning fyrirtækjum sem hafa viljað hasla sér völl á erlendri grundu, en sker sig þó ekki alveg úr í þeim efnum. „Vigdís varð svona landkynningarforseti, bæði í krafti þess hversu mikla athygli kjör hennar vakti og að hún var glæstur fulltrúi lands og þjóðar. Svo var auðvitað þessi alþjóðavæðing íslensk efnahagslífs að hefjast í hennar tíð. Það var auðvitað allt öðruvísi en í tíð Kristjáns Eldjárns, Ásgeirs og Sveins, sem fóru varla út fyrir landsteinana," segir hann. En þótt landkynningartímabil forsetaembættisins hafi hafist í tíð Vigdísar bendir Guðni á að ákafi Ólafs Ragnars í stuðningi við útrásina hafi valdið honum töluverðum vanda eftir hrun. „Hann átti dálítið undir högg að sækja í almennri umræðu og þurfti að viðurkenna að honum hefði orðið á í messunni. En eftir að hafa nú í tvígang tekið fram fyrir hendurnar á Alþingi og ríkisstjórninni hefur hann áunnið sér vinsældir almennings á nýjan leik."Hvað varðar synjunarvald og stöðu forseta gagnvart þinginu segir Guðni að allir fyrri forsetar hafi litið svo á að þetta vald væri til staðar í stjórnarskrá, en enginn þeirra hafi beitti því. „Vigdís lagðist reyndar undir feld 1993 og í hennar huga var ekkert sjálfgefið að hún skrifaði undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Guðni, en niðurstaða Vigdísar var að með hliðsjón af því hvernig embættið hefði þróast væri það ekki í hennar verkahring að synja lögum staðfestingar. „Sveinn Björnsson komst svo að orði að þjóðhöfðingjavaldið væri þingbundið og því settar þær skorður að þingið réði." Þá bendir Guðni á að stjórnarskrá lýðveldisins hafi einungis verið hugsuð til bráðabirgða og því sé kaflinn um þjóðhöfðingja um margt óskýr. „Hún var samin í skugga stríðsins og einhugur um að gera á henni sem minnstar breytingar, því menn óttuðust að allt færi í háaloft ef menn færu að rífast um stjórnarskrána, á tíma þegar ráðamönnum fannst mikilsverðast að sýna fram á einhug þjóðarinnar." Fyrir lýðveldisstofnun hafði konungur hér í stjórnarskrá að formi til algjört neitunarvald, en í lýðveldisstjórnarskránni var því breytt í málskotsrétt forseta.
Icesave Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira