Innlent

Miðborgin skreytt fyrir 10 milljónir króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gamla jólaskrautið í miðbænum þótti úr sér gengið.
Gamla jólaskrautið í miðbænum þótti úr sér gengið. mynd/ anton.
Eins og glöggir miðborgargestir hafa tekið eftir að undanförnu hafa helstu verslunargötur í Reykjavíkurborg verið fagurlega skreyttar. Ekki skrýtið, enda er Reykjavíkurborg um þessar mundir að endurnýja jólaskraut fyrir tíu milljónir króna. Í bréfi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, sem birt var á fundi borgarráðs í gær, er óskað heimildar borgarráðs fyrir slíkri fjárfestingu.

Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmda- og eignasviði er þarna um að ræða 105 jólaseríur sem þurfti að endurnýja og jólaskraut sem hangir yfir Laugaveginn, Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti. Auk þess hafa verið settar upp nýjar jólamyndir í miðbænum, svokallaðir jólavættir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×