Innlent

Strauk kynfæri sín við glugga og hótaði nágrönnum lífláti

Mynd/Stöð2
Karlmaður um sjötugt var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbort. Maðurinn var ítrekað allsnakinn á svölum og við óbyrgðan glugga á heimili sínu þannig á nágrannar sáu til hans. Í eitt skipti beraði hann sig og strauk kynfæri sín við gluggann. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að hringja í nágranna sína og hóta þeim lífláti. Maðurinn rauf skilorð með brotunum en við ákvörðun refsingar leit dómari til þess að maðurinn hafi lýst mikilli iðrun vegna framferðis síns og látið af þeirri hegðun sem hann var ákærður fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×