Lítil hætta á hlaupi 22. maí 2011 20:01 Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Aðgerðum viðbragðsaðila hjá almannavörnum er stýrt frá samhæfingarstöðinni í Reykjavík en einnig frá Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. „Staðan er bara nokkuð góð miðað við aðstæður. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru búnir að fara á þá þá bæi sem er hægt að komast og kanna ástand. Það virðist vera gott," segir Rögnvaldur Ólafsson, samhæfingarstöð almannavarna. Helsta áhyggjuefnið núna er öskufallið en staðan hafi í raun batnað frá því í morgun að sögn Rögnvaldar. „Það virðist vera hægt og rólega að draga úr óróanum," segir Rögnvaldur og bætir við að eldgos fylgi ekki fyrirfram ákveðinni kúrfu. Hann segir öskuna svipað hættulega og í Eyjafjallajökulsgosinu og brýnir fyrir fólki á gossvæðinu að halda sig innandyra eða vera með hlífðargleraugu og grímur ef það þarf nauðsynlega að vera utandyra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag, að kallaður yrði saman auka ríkisstjórnarfundur í fyrramálið vegna eldgossins. Þar munu ráðherrar fara yfir stöðuna og samhæfa viðbrögð stjórnvalda. Einnig verða kallaðir til jarðvísindamenn og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra. Að mati Veðurstofunnar eru litlar líkur á hlaupi úr Grímsvötnum að svo stöddu. „Það er ekki mjög þykkur ís þarna svo það þarf ekki að bræða mikinn ís þannig að það eru ekki líkur á stóru hlaupi á næstunni," segir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Allur ís sem bráðnar safnast saman í Grímsvötnum en lítið vatn er í þeim vegna hlaups sem varð síðasta haust. Vatnið sem safnast saman flýtir hins vegar fyrir næsta hlaupi þó ekki sé von á því á næstu dögum segir Gunnar. „Það sem við sjáum á mælunum okkar þar er vatnsborðið bara niður við þjóðveg í Núpsvötnum og Gígju. Vatnsborðið þar hefur ekkert hækkað en leiðni hefur aftur á móti hækkað í Núpsvötnum. Það er sennilega vegna öskufalls," segir Gunnar. Helstu fréttir Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Aðgerðum viðbragðsaðila hjá almannavörnum er stýrt frá samhæfingarstöðinni í Reykjavík en einnig frá Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. „Staðan er bara nokkuð góð miðað við aðstæður. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru búnir að fara á þá þá bæi sem er hægt að komast og kanna ástand. Það virðist vera gott," segir Rögnvaldur Ólafsson, samhæfingarstöð almannavarna. Helsta áhyggjuefnið núna er öskufallið en staðan hafi í raun batnað frá því í morgun að sögn Rögnvaldar. „Það virðist vera hægt og rólega að draga úr óróanum," segir Rögnvaldur og bætir við að eldgos fylgi ekki fyrirfram ákveðinni kúrfu. Hann segir öskuna svipað hættulega og í Eyjafjallajökulsgosinu og brýnir fyrir fólki á gossvæðinu að halda sig innandyra eða vera með hlífðargleraugu og grímur ef það þarf nauðsynlega að vera utandyra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag, að kallaður yrði saman auka ríkisstjórnarfundur í fyrramálið vegna eldgossins. Þar munu ráðherrar fara yfir stöðuna og samhæfa viðbrögð stjórnvalda. Einnig verða kallaðir til jarðvísindamenn og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra. Að mati Veðurstofunnar eru litlar líkur á hlaupi úr Grímsvötnum að svo stöddu. „Það er ekki mjög þykkur ís þarna svo það þarf ekki að bræða mikinn ís þannig að það eru ekki líkur á stóru hlaupi á næstunni," segir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Allur ís sem bráðnar safnast saman í Grímsvötnum en lítið vatn er í þeim vegna hlaups sem varð síðasta haust. Vatnið sem safnast saman flýtir hins vegar fyrir næsta hlaupi þó ekki sé von á því á næstu dögum segir Gunnar. „Það sem við sjáum á mælunum okkar þar er vatnsborðið bara niður við þjóðveg í Núpsvötnum og Gígju. Vatnsborðið þar hefur ekkert hækkað en leiðni hefur aftur á móti hækkað í Núpsvötnum. Það er sennilega vegna öskufalls," segir Gunnar.
Helstu fréttir Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira